Milljónasamningur í höfn 16. júní 2010 06:00 Þórarinn Stefánsson Bandaríska fyrirtækið Ticketmaster hefur tekið í notkun farsímaviðmót frá íslenska sprotafyrirtækinu Mobilitusi. Viðmótið var tekið í notkun í Bandaríkjunum í gær, en síðan verður bætt við nýju landi hálfsmánaðarlega fram á haust. „Þeir ætla að stórauka umferð inn á farsímavefinn,“ segir Þórarinn Stefánsson, annar stofnenda Mobilitus, en Ticketmaster skiptir út eldra viðmóti fyrir viðmót íslenska upplýsingatæknifyrirtækisins. Fyrirtækið sérhæfir sig í að búa til viðmót fyrir vefsíður sem birtast í farsímum og öðrum handtækjum. Meðal viðskiptavina er skemmtivefurinn Collegehumor.com, sem nýtur allnokkurra vinsælda á heimsvísu og nú Ticketmaster.com, stærsti miðasöluvefur heims. Fyrirtækið er í öðru sæti á eftir Amazon.com í umfangi rafrænna viðskipta í heiminum. „Það er satt að segja lygilegt að pínulítið sprotafyrirtæki uppi á Íslandi hafi landað þessum samningi,“ segir Þórarinn, en aðdragandi að viðmótsskiptum Ticketmaster hófst fyrir tæpum tveimur árum. Mobilitus fékk að taka þátt í og vann útboð verkefnisins hjá Ticketmaster. „Við unnum það bara á tækninni. Síðan náðist að semja um verð og undanfarna þrjá mánuði hefur þetta verið í virkri framleiðslu.“ Nýi samningurinn markar tímamót fyrir Mobilitus og segir Þórarinn að með þessu sé búinn til grunnur fyrir enn frekari vöxt fyrirtækisins. Tekjur komi til með að aukast þannig að fyrirtækið fari frá því að vera rekið á núllinu, yfir í að á rekstrinum verði allgóður hagnaður. Hann gæti numið tugum milljóna á þessu ári og enn meiru þegar fram í sækir, ef vel gengur. Á skrifstofunni í Reykjavík eru nú fjórir starfsmenn í fullu starfi hjá Mobilitusi, en að auki eru þrír aðrir. „Ein er í fæðingarorlofi og einn týndur í Belgíu,“ gantast Þórarinn. Helsta vanda fyrirtækisins segir hann nú vera að finna rétta starfsfólkið í vöxtinn. Tæknivinnan sé að baki og nú hægt að byggja á þeirri lausn sem búin hafi verið til. Þórarinn segir að hingað til hafi ríflega 30 þúsund manns komið daglega á farsímavef Ticketmaster. „Við sjáum fram á að það tvö- til þrefaldist á næstu 18 mánuðum,“ segir hann og kveður fyrirtækið ekki síst horfa til þess að auglýsa farsímasöluna á auglýsingaspjöldum sínum. Þannig megi fá þá til að kaupa miða strax sem annars hefðu hætt við á leiðinni heim. - óká Fréttir Innlent Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið Ticketmaster hefur tekið í notkun farsímaviðmót frá íslenska sprotafyrirtækinu Mobilitusi. Viðmótið var tekið í notkun í Bandaríkjunum í gær, en síðan verður bætt við nýju landi hálfsmánaðarlega fram á haust. „Þeir ætla að stórauka umferð inn á farsímavefinn,“ segir Þórarinn Stefánsson, annar stofnenda Mobilitus, en Ticketmaster skiptir út eldra viðmóti fyrir viðmót íslenska upplýsingatæknifyrirtækisins. Fyrirtækið sérhæfir sig í að búa til viðmót fyrir vefsíður sem birtast í farsímum og öðrum handtækjum. Meðal viðskiptavina er skemmtivefurinn Collegehumor.com, sem nýtur allnokkurra vinsælda á heimsvísu og nú Ticketmaster.com, stærsti miðasöluvefur heims. Fyrirtækið er í öðru sæti á eftir Amazon.com í umfangi rafrænna viðskipta í heiminum. „Það er satt að segja lygilegt að pínulítið sprotafyrirtæki uppi á Íslandi hafi landað þessum samningi,“ segir Þórarinn, en aðdragandi að viðmótsskiptum Ticketmaster hófst fyrir tæpum tveimur árum. Mobilitus fékk að taka þátt í og vann útboð verkefnisins hjá Ticketmaster. „Við unnum það bara á tækninni. Síðan náðist að semja um verð og undanfarna þrjá mánuði hefur þetta verið í virkri framleiðslu.“ Nýi samningurinn markar tímamót fyrir Mobilitus og segir Þórarinn að með þessu sé búinn til grunnur fyrir enn frekari vöxt fyrirtækisins. Tekjur komi til með að aukast þannig að fyrirtækið fari frá því að vera rekið á núllinu, yfir í að á rekstrinum verði allgóður hagnaður. Hann gæti numið tugum milljóna á þessu ári og enn meiru þegar fram í sækir, ef vel gengur. Á skrifstofunni í Reykjavík eru nú fjórir starfsmenn í fullu starfi hjá Mobilitusi, en að auki eru þrír aðrir. „Ein er í fæðingarorlofi og einn týndur í Belgíu,“ gantast Þórarinn. Helsta vanda fyrirtækisins segir hann nú vera að finna rétta starfsfólkið í vöxtinn. Tæknivinnan sé að baki og nú hægt að byggja á þeirri lausn sem búin hafi verið til. Þórarinn segir að hingað til hafi ríflega 30 þúsund manns komið daglega á farsímavef Ticketmaster. „Við sjáum fram á að það tvö- til þrefaldist á næstu 18 mánuðum,“ segir hann og kveður fyrirtækið ekki síst horfa til þess að auglýsa farsímasöluna á auglýsingaspjöldum sínum. Þannig megi fá þá til að kaupa miða strax sem annars hefðu hætt við á leiðinni heim. - óká
Fréttir Innlent Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira