Dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals 22. febrúar 2010 17:32 Mynd/GVA Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra, hefur lagt til kynningar tvö frumvörp um breytingar á útlendingalögum. Lagastofnun Háskóla Íslands hefur að beiðni Rögnu samið frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga sem miðar að því að auka vernd þeirra sem leita hælis hér á landi. Í öðru frumvarpi er mælt fyrir um tvo nýja flokka dvalarleyfa í samræmi við aðgerðaráætlun um mansal. Ráðgert er að frumvörpin verði lögð fyrir ríkisstjórn og þingflokka í endanlegum búningi innan þriggja vikna, að fram kemur í tilkynningu frá dóms- og mannréttindaráðneytinu. Lagt er til að tveimur nýjum ákvæðum um dvalarleyfi verði bætt við lög um útlendinga til hagsbóta fyrir fórnarlömb mansals. Annars vegar er um að ræða um tímabundið dvalarleyfi í sex mánuði sem Útlendingastofnun skal veita einstaklingi sé fyrir hendi grunur um að viðkomandi sé fórnarlamb mansals, segir í tilkynningunni. Hins vegar er um að ræða ákvæði um að heimilt sé að veita fórnarlambi mansals endurnýjanlegt dvalarleyfi til eins árs vegna persónulegra aðstæðna þess og/eða vegna samvinnu við yfirvöld í tengslum við rannsókn eða við meðferð sakamáls. Frumvarp um bætta réttarstöðu hælisleitenda er samið í kjölfar úttektar nefndar um meðferð hælisumsókna, sem skilaði skýrslu til dómsmálaráðherra í júlí á síðasta ári. Byggist frumvarpið á tillögum nefndarinnar, og tekur mið af þróun löggjafar í Evrópu. Eru helstu nýmælin aukin vernd þeirra sem ekki eru flóttamenn samkvæmt skilgreiningu alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna frá 1951 þannig að þeir fái nýja réttarstöðu í samræmi við alþjóðlegar mannréttindareglur, skýrari reglur um veitingu dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða og skýrari reglur um meðferð hælisumsókna og réttarstöðu hælisleitenda. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra, hefur lagt til kynningar tvö frumvörp um breytingar á útlendingalögum. Lagastofnun Háskóla Íslands hefur að beiðni Rögnu samið frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga sem miðar að því að auka vernd þeirra sem leita hælis hér á landi. Í öðru frumvarpi er mælt fyrir um tvo nýja flokka dvalarleyfa í samræmi við aðgerðaráætlun um mansal. Ráðgert er að frumvörpin verði lögð fyrir ríkisstjórn og þingflokka í endanlegum búningi innan þriggja vikna, að fram kemur í tilkynningu frá dóms- og mannréttindaráðneytinu. Lagt er til að tveimur nýjum ákvæðum um dvalarleyfi verði bætt við lög um útlendinga til hagsbóta fyrir fórnarlömb mansals. Annars vegar er um að ræða um tímabundið dvalarleyfi í sex mánuði sem Útlendingastofnun skal veita einstaklingi sé fyrir hendi grunur um að viðkomandi sé fórnarlamb mansals, segir í tilkynningunni. Hins vegar er um að ræða ákvæði um að heimilt sé að veita fórnarlambi mansals endurnýjanlegt dvalarleyfi til eins árs vegna persónulegra aðstæðna þess og/eða vegna samvinnu við yfirvöld í tengslum við rannsókn eða við meðferð sakamáls. Frumvarp um bætta réttarstöðu hælisleitenda er samið í kjölfar úttektar nefndar um meðferð hælisumsókna, sem skilaði skýrslu til dómsmálaráðherra í júlí á síðasta ári. Byggist frumvarpið á tillögum nefndarinnar, og tekur mið af þróun löggjafar í Evrópu. Eru helstu nýmælin aukin vernd þeirra sem ekki eru flóttamenn samkvæmt skilgreiningu alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna frá 1951 þannig að þeir fái nýja réttarstöðu í samræmi við alþjóðlegar mannréttindareglur, skýrari reglur um veitingu dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða og skýrari reglur um meðferð hælisumsókna og réttarstöðu hælisleitenda.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira