Innlent

Sjómenn segja niðurskurð gæslunnar lífshættulegan

Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum. Myndin er úr safni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum. Myndin er úr safni.

Sambandsstjórn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands segir í ályktun sem sambandið samþykkti á dögunum að fjársvelti Landhelgisgæslu Íslands hafi orðið til þess að sjómenn sem eru fjær landi en 20 sjómílur geti ekki stólað á hjálp í neyð.

Í ályktunni segir að nýlegt atvik um borð í togaranum Sturlaugi Böðvarssyni staðfesti að það sé ekki spurning hvort heldur hvenær ótímabært dauðsfalls sjómanns ber að höndum vegna niðurskurðarins.

Þá bendir sambandið ennfremur á að úthafskarfaveiðivertíð sé að hefjast á Reykjaneshryggnum. Þar hefur reynsla sambandsmanna undanfarinnar ára leitt í ljós að aðstoð Landhelgisgæslunnar sé lífsnauðsynleg sjómönnum.

Í lok ályktunarinnar segir orðrétt: „Skipstjórnarmenn krefjast þess að líf sjómanna verði metið til jafns við líf annarra þjóðfélagsþegna. Til þess að svo megi verða, ber að efla þyrluflota og starfsemi Landhelgisgæslunnar í stað niðurskurðar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×