Innlent

Ljótupeysudagur hjá STALÍN

Erla Hlynsdóttir skrifar
Starfsfólk Lánasjóðs íslenskra námsmanna heldur í dag svokallaðan ljótupeysudag þar sem starfsfólk mætti til vinnu í ljótustu peysunni sem það fann. Starfsmannafélag LÍN skipulagði daginn en félagið ber nafnið STALÍN.

Dagurinn hjá LÍN hófst á starfsmannafundi þar sem framkvæmdastjóri sjóðsins fór yfir nokkur atriði í útlánareglum, með forljótt hálsbindi um mittið á mjög ósmekklegri peysu, eftir því sem fréttastofa kemst næst.

Síðar í dag verða veitt skammarverðlaun þeim sem mætti í flottustu peysunni. Starfsmenn hafa þó lagt sérstakan metnað í þetta verkefni, eins og önnur hjá sjóðnum.

Björg Fríður Elíasdóttir, stjórnakona í STALÍN, segir þetta í annað sinn sem ljótupeysudagurinn sé haldinn hjá sjóðnum. „Við megum ekki taka okkur of hátíðlega," segir hún.

Þeir viðskiptavinir sem eiga erindi við LÍN síðar í dag eru hvattir til að mæta í ljótri peysu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×