Handbolti

Júlíus notar ekki „silfur“ í hárið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Júlíus Jónasson.
Júlíus Jónasson. Mynd/Ole Nielsen
Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari segist vera lítið fyrir hárgelið Silver sem er þekkt úr handboltaheiminum.

„Nei, ég nota það ekki," sagði hann og brosti við spurningum Vísis um hárgreiðsluna sína.

„Það hefur verið mikið af gríni gert um hárið mitt enda er ég með skemmtilegan sveip sem virðist alltaf valda ánægju. Þannig hefur það verið í mörg ár," sagði Júlíus.

„En nei, ég nota ekki silfurdraslið. Ég veit að strákarnir verða óánægðir með mig en svona er þetta nú," bætti hann við og átti við þá Loga Geirsson og Björgvin Pál Gústavsson, forsprakka Silver-hárgelsins sem mikið hefur verið fjallað um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×