Heimsmeistararnir alltof sterkir fyrir stelpurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2010 17:02 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í leiknum á móti Rússum í dag. Mynd/Ole Nielsen Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með níu marka mun fyrir Rússum, 21-30, í síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Árósum í kvöld. Íslensku stelpurnar töpuðu öllum þremur leikjum sínum og hafa því lokið keppni á mótinu. Íslenska liðið hélt í við heimsmeistarana framan af leik en Rússar stungu af síðustu fimmtán mínútur fyrri hálfleiks og gerðu svo út um leikinn með því að skora fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiksins. Rússar voru 16-9 yfir í hálfleik en náðu mest tólf marka forskoti. Íslensku stelpurnar gerðu sig seka um alltof mikið af mistökum í leiknum og Rússar nýttu sér það vel með mörgum auðvöldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Vörn og markvarsla voru góð stóran hluta leiksins en sóknarleikurinn var slakur. Berglind Íris Hansdóttir varði frábærlega framan af leik og var valin besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum, en fyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst með fimm mörk. Ísland - Rússland 21 - 30 (9 - 16) Mörk Íslands (skot): Rakel Dögg Bragadóttir 5/2 (9/3), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Sólveig Lára Kjærnested 3 (6), Sunna Jónsdóttir 2 (2), Karen Knútsdóttir 2 (4), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 2 (9), Rebekka Rut Skúladóttir 1 (1), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1 (3), Rut Jónsdóttir 1 (4), Þorgerður Anna Atladóttir 1 (6), Harpa Sif Eyjólfsdóttir (2), Hanna Guðrún Stefánsdóttir (3).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 13/1 (40/2, 33%), Íris Björk Símonardóttir 6 (9, 67%).Hraðaupphlaup: 10 (Ásta Birna 3, Hrafnhildur Ósk 2, Sunna 2, Rakel Dögg 1, Rebekka Rut 1, Sólveig Lára 1).Fiskuð víti: 3 (Rut 1, Harpa Sif 1, Anna Úrsúla 1).Utan vallar: 12 mínútur.Mörk Rússlands (skot): Anna Kochetova 6 (7), Polina Kuznetcova 5 (5), Turey Emilya 5 (7/1), Ekaterina Vetkova 3 (3), Olga Levina 3 (5), Oxana Koroleva 2 (2), Tatiana Khmyrova 2/1 (3/1), Victoria Zhilinskayte 1 (1), Marina Yartseva 1 (2), Kseniya Makeeva 1 (3), Ekaterina Davydenko 1 (8), Olga Gorshenina (1), Olga Chernoivanenko (2), Anna Sen (5).Varin skot: Maria Sidorova 14 (23/1, 61%), Anna Sedoykina 7 (18/1, 39%). Hraðaupphlaup: 13 (Kuznetcova 4, Koroleva 2, Emilya 2, Kochetova 1, Yartseva 1, Vetkova 1, Zhilinskayte 1, Khmyrova 1).Fiskuð víti: 2 (Levina 1, Khmyrova 1).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Julie og Charlotte Bonaventura, Frakklandi. Leikurinn var í beinni textalýsingu og má lesa hana hér fyrir neðan..Leikslok: Íslenska liðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik á móti Svartfjallalandi og stelpurnar áttu ekki möguleika á móti heimsmeisturunum. Vörnin og markvarslan var ágæt stóran hluta leiksins en sóknarleikurinn var vandræðalegur allan leikinn.Leikslok: Íslenska liðið skorar þrjú síðustu mörkin í leiknum og Rússar vinna því 30-21. Berglind Íris Hansdóttir er valin besti leikmaður Íslands í leiknum.59. mín: Íris Björk Símonardóttir er að verja vel á lokakaflanum og eftir eina vörslu hennar skorar Sunna Jónsdóttir úr hraðaupphlaupi og minnkar muninn í 30-21.58. mín: Þorgerður Anna minnkar muninn í 30-19. Gott mark manni færri. Ísland vinnur aftur boltann og Rebekka Rut Skúladóttir minnkar muninn í tíu mörk með marki úr hraðaupphlaupi.55. mín: Rússar komast í 30-18 og Rut Jónsdóttir er rekin útaf í tvær mínútur. Ísland vinnur boltann manni færri.54. mín: Rússneski þjálfarinn tekur leikhlé þrátt fyrir að Rússar séu ellefu mörkum yfir. Stelpurnar þurfa að þjappa sér saman og enda mótið á jákvæðum nótum. Júlíus segir að stelpurnar eigi áfram að fagna öllum mörkum.53. mín: Rakel Dögg klikkar á víti en bætir fyrir það með marki í næstu sókn og minnkar muninn í 29-1851. mín: Þorgerður Anna kemur inn á í fyrsta sinn en Rússar vinna boltann og skora úr hraðaupphlaupi. Rússar eru búnar að skora sex mörk í röð og eru komnar tólf mörkum yfir, 29-17.49. mín: Íslenska liðið er aftur að gefa eftir og Rússar eru komnar ellefu mörkum yfir eða í 28-17. Þær rússnesku eru búnar að skora fimm mörk í röð.47. mín: Rússar svara með tveimur mörkum í röð og eru aftur komnar átta mörkum yfir, 25-17. Íslenska liðið er manni fleiri þessa stundina.45. mín: Sólveig Lára fer nú á kostum og skorar sitt þriðja mark á stuttum tíma. Fjögur mörk í röð og Ísland er búið að minnka muninn í 23-17.44. mín: Frábær kafli hjá íslenska liðinu og þrjú mörk í röð. Sólveig Lára Kjærnsted skorar skrýtið mark, Sunna Jónsdóttir opnar markareikning sinn á mótinu úr hraðaupphlaupi og Sólveig skorar aftur eftir enn eina gullsendinguna frá Sigurbjörgu.42. mín: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er rekin útaf í tvær mínútur og Rússar skora úr víti og komast 22-13 yfir. Ísland var þarna búið að skora þrjú mörk í röð.41. mín: Berglind ver vel en Sólveig Lára Kjærnested vippar í slánna úr hraðaupphlaupi.40. mín: Rakel Dögg skorar frábært mark með langskoti og minnkar muninn í átta mörk. 13-21. Þetta var aðeins fjórða mark íslands úr langskoti í leiknum og því langþráð39. mín: Íslensku stelpurnar skora sitt annað mark í röð þegar Rakel Dögg minnkar muninn í 21-12 úr vítakasti. Rússar eru manni færri og stelpurnar verða að nýta sér vel þennan kafla.38. mín: Sigurbjörg Jóhannsdóttir er komin inn á í fyrsta sinn í mótinu og á glæsilega línusendingu inn á Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur sem minnkar muninn í 21-11.36. mín: Ásta Birna Gunnarsdóttir minnkar muninn í tíu mörk, 20-10, en Rússar svara með marki í næstu sókn. Rússneska liðið er að spila frábærlega þessa stundina og íslenska liðið kemst lítið áfram.35. mín: Íslenska liðið tapar aftur boltanum, Rússar skora aftur úr hraðaupphlaupi og eru komnar 11 mörkum yfir, 20-9. Júlíus tekur leikhlé og segir stelpunum að þær megi ekki ekki gefast upp.34. mín: Rússar stela boltanum og komst tíu mörkum yfir, 19-9, eftir mark úr hraðaupphlaupi. Stelpurnar byrja seinni hálfleikinn mjög illa.33. mín: Fyrstu tvær sóknir Íslands skila ekki marki og Rússar komast í 18-9 með tveimur mörkum í röð.31. mín: Rússar byrja með boltann í seinni hálfleik en Berglind ver fyrsta skotið þeirra í seinni hálfleik. Ekaterina Davydenko er bara með 1 mark í 6 tilraunum og Berglind er með hana í vasanum.Hálfleikur: Allir rússnesku leikmennirnir strax komnir aftur út á gólf og eru að taka æfingar á teig. Mörk Íslands (skot) í fyrri hálfleik: Karen Knútsdóttir 2 (3), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Rakel Dögg Bragadóttir 2/1 (3/1), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 2 (7), Rut Jónsdóttir 1 (4), Hanna Guðrún Stefánsdóttir (3). Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 9/1 (25/1, 36%) Hálfleikur: Íslensku stelpurnar eru 9-16 undir í hálfleik. Vörnin og markvarslan hefur verið í fínu lagi en sóknarleikurinn er mjög mistækur. Íslenska liðið hefur tapað fjórtán boltum í fyrri hálfleik. Rússar hafa skorað sjö af mörkum sínum eftir hraðaupphlaup og unnu síðustu 15 mínútur hálfleiksins 9-2. Skotnýting Íslands er aðeins 39% (9 af 23) en Rússar eru með 55% skotnýtingu (16 af 29.).30. mín: Íslenska liðið fær á sig töf og Rússar komast sjö mörkum yfir, 16-9, rétt áður en hálfleikurinn rennur út.29. mín: Arna Sif Pálsdóttir er rekin útaf í tvær mínútur en íslenska vörnin heldur og nær boltanum. Maria Sidorova er með 8 skot varin ( 67% prósent) eftir að hún kom inn á í leikhléi Rússana.28. mín: Ásta Birna nær frákasti eftir að Hanna lét verja frá sér í hraðaupphlaupi og minnkar muninn í 14-9. Rússar ná strax aftur sex marka forskoti.26. mín: Íslenska liðið nær ekki að nýta sér hraðaupphlaup og Rússar bruna upp í staðinn og komast sex mörkum yfir, 14-825. mín: Harpa Sif er aftur rekin útaf í tvær mínútur og Rússar skora tvö mörk í röð og komast í 13-8.23. mín: Anna Úrsúla stelur boltanum þegar Rússar voru að leggja af stað í hraðaupphlaup og gefur á Hrafnhildi sem skorar í tómt mark og minnkar muninn í 11-8. Þetta var mikilvægt mark.22. mín: Íslenska liðið tapar sínum ellefta bolta í leiknum og Rússar skora sitt fjórða mark í röð og komast í 11-7.21. mín: Íslenska vörnin er áfram að standa sig vel og Berglind er búin að verja átta skot. Július tekur leikhlé og fer yfir málin. Rússar eru 10-7 yfir þegar 9 míntútur og 22 sekúndur eru til hálfleiks.20. mín: Enn einn tapaði boltinn og Rússar komast í 10-7 eftir mark úr hraðaupphlaupi. 18. mín: Rússar skora tvö mörk í röð og eru komnar yfir í 9-7.16. mín: Rakel Dögg nær frákasti á línunni eftir að rússneski markvörðurinn varði og jafnar metin í 7-7.14. mín: Rakel Dögg Bragadóttir jafnar leikinn í 6-6 úr víti. Harpa Sif Eyjólfsdóttir er rekin útáf í tvær mínútur og Rússar komast aftur yfir í 7-6.12. mín: Rut Jónsdóttir jafnar leikinn í 5-5 og Trefilov tekur leikhlé. Íslenskir stuðningsmenn ærast úr fögnuðu þegar leikhléð er tekið. Berglind er með 55% markvörslu, 6 af 11 skotum varin.10. mín: Trefilov úthúðar hverjum leikmanni sem kemur út af í rússneska liðinu. Karen Knútsdóttir skorar annað flott mark og minnkar muninn í 5-4. Berglind er búin að verja sex skot í markinu.9. mín: Ísland skorar tvö mörk í röð og minnkar muninn í 4-3. Karen Knútsdóttir skorar fyrra markið með góðu skoti og Áta Birna Gunnarsdóttir skoraði síðan úr hraðaupphlaupi.8. mín: Rússneski markvörðurinn hefur lokað vel á hornin og Rússar eru komnir í 4-1.6. mín: Berglind Íris hefur byrjað frábærlega í markinu en það er mikið fát á stelpunum í sókninni. Staðan er enn 3-1 fyrir Rússa. 5. mín: Rússar skora tvö mörk í röð og eru komnar í 3-1. Íslenska liðið er búið að tapa fjórum boltum á fyrstu fimm mínútunum.3. mín: Rússar skora fyrsta markið en Hrafnhildur Skúladóttir jafnar leikinn strax eftir hraða miðju.2. mín: Berglind Íris varði víti frá Rússum og hefur varið tvö fyrstiu skot Rússa í leiknum. Staðan er 0-0 en íslensku stelpurnar eru búnar að tapa boltanum í þremur fyrstu sóknunum.1. mín: Ísland byrjar með boltann en tapar boltanum. Rússar skjóta framhjá í fyrstu sókn sinni.17.13: Júlíus Jónasson og Evgeny Trefilov, þjálfarar liðanna, heilsast og skiptast á nokkrum vinsemdarorðum. Ólíkir menn, verður að segjast.17.12: Íslenska landsliðið spilar í bláum búningum í dag, þær voru hvítar á móti Króatíu og rauðar á móti Svartfjallalandi. Það er búið að spila þjóðsöngvana og það styttist í leikinn.17.10: Rakel Dögg Bragadóttir fyrirliði leikur í dag sinn 75. landsleik og fær blómavönd frá Knúti G. Haukssyni, formanni HSÍ, í tilefni dagsins17.05: Það fjölgar enn áhorfendum sem leggja leið sína í NRGi-Arena hér í Árósum. Fjölmargir eru greinilega stuðningsmenn íslenska liðsins enda vel merktir íslensku fánalitunum.17.00: Hanna Guðrún Stefánsdóttir er markahæst í íslenska liðinu með 10 mörk en Hrafnhildur Skúladóttir hefur skorað 9 mörk og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er síðan þriðja með sjö mörk.17.00: Allar íslensku stelpurnar hafa fengið að spila á mótinu nema þær Sunna Jónsdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur spilað mest eða í 110 mínútur og 2 sekúndur. Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með níu marka mun fyrir Rússum, 21-30, í síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Árósum í kvöld. Íslensku stelpurnar töpuðu öllum þremur leikjum sínum og hafa því lokið keppni á mótinu. Íslenska liðið hélt í við heimsmeistarana framan af leik en Rússar stungu af síðustu fimmtán mínútur fyrri hálfleiks og gerðu svo út um leikinn með því að skora fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiksins. Rússar voru 16-9 yfir í hálfleik en náðu mest tólf marka forskoti. Íslensku stelpurnar gerðu sig seka um alltof mikið af mistökum í leiknum og Rússar nýttu sér það vel með mörgum auðvöldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Vörn og markvarsla voru góð stóran hluta leiksins en sóknarleikurinn var slakur. Berglind Íris Hansdóttir varði frábærlega framan af leik og var valin besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum, en fyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst með fimm mörk. Ísland - Rússland 21 - 30 (9 - 16) Mörk Íslands (skot): Rakel Dögg Bragadóttir 5/2 (9/3), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Sólveig Lára Kjærnested 3 (6), Sunna Jónsdóttir 2 (2), Karen Knútsdóttir 2 (4), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 2 (9), Rebekka Rut Skúladóttir 1 (1), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1 (3), Rut Jónsdóttir 1 (4), Þorgerður Anna Atladóttir 1 (6), Harpa Sif Eyjólfsdóttir (2), Hanna Guðrún Stefánsdóttir (3).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 13/1 (40/2, 33%), Íris Björk Símonardóttir 6 (9, 67%).Hraðaupphlaup: 10 (Ásta Birna 3, Hrafnhildur Ósk 2, Sunna 2, Rakel Dögg 1, Rebekka Rut 1, Sólveig Lára 1).Fiskuð víti: 3 (Rut 1, Harpa Sif 1, Anna Úrsúla 1).Utan vallar: 12 mínútur.Mörk Rússlands (skot): Anna Kochetova 6 (7), Polina Kuznetcova 5 (5), Turey Emilya 5 (7/1), Ekaterina Vetkova 3 (3), Olga Levina 3 (5), Oxana Koroleva 2 (2), Tatiana Khmyrova 2/1 (3/1), Victoria Zhilinskayte 1 (1), Marina Yartseva 1 (2), Kseniya Makeeva 1 (3), Ekaterina Davydenko 1 (8), Olga Gorshenina (1), Olga Chernoivanenko (2), Anna Sen (5).Varin skot: Maria Sidorova 14 (23/1, 61%), Anna Sedoykina 7 (18/1, 39%). Hraðaupphlaup: 13 (Kuznetcova 4, Koroleva 2, Emilya 2, Kochetova 1, Yartseva 1, Vetkova 1, Zhilinskayte 1, Khmyrova 1).Fiskuð víti: 2 (Levina 1, Khmyrova 1).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Julie og Charlotte Bonaventura, Frakklandi. Leikurinn var í beinni textalýsingu og má lesa hana hér fyrir neðan..Leikslok: Íslenska liðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik á móti Svartfjallalandi og stelpurnar áttu ekki möguleika á móti heimsmeisturunum. Vörnin og markvarslan var ágæt stóran hluta leiksins en sóknarleikurinn var vandræðalegur allan leikinn.Leikslok: Íslenska liðið skorar þrjú síðustu mörkin í leiknum og Rússar vinna því 30-21. Berglind Íris Hansdóttir er valin besti leikmaður Íslands í leiknum.59. mín: Íris Björk Símonardóttir er að verja vel á lokakaflanum og eftir eina vörslu hennar skorar Sunna Jónsdóttir úr hraðaupphlaupi og minnkar muninn í 30-21.58. mín: Þorgerður Anna minnkar muninn í 30-19. Gott mark manni færri. Ísland vinnur aftur boltann og Rebekka Rut Skúladóttir minnkar muninn í tíu mörk með marki úr hraðaupphlaupi.55. mín: Rússar komast í 30-18 og Rut Jónsdóttir er rekin útaf í tvær mínútur. Ísland vinnur boltann manni færri.54. mín: Rússneski þjálfarinn tekur leikhlé þrátt fyrir að Rússar séu ellefu mörkum yfir. Stelpurnar þurfa að þjappa sér saman og enda mótið á jákvæðum nótum. Júlíus segir að stelpurnar eigi áfram að fagna öllum mörkum.53. mín: Rakel Dögg klikkar á víti en bætir fyrir það með marki í næstu sókn og minnkar muninn í 29-1851. mín: Þorgerður Anna kemur inn á í fyrsta sinn en Rússar vinna boltann og skora úr hraðaupphlaupi. Rússar eru búnar að skora sex mörk í röð og eru komnar tólf mörkum yfir, 29-17.49. mín: Íslenska liðið er aftur að gefa eftir og Rússar eru komnar ellefu mörkum yfir eða í 28-17. Þær rússnesku eru búnar að skora fimm mörk í röð.47. mín: Rússar svara með tveimur mörkum í röð og eru aftur komnar átta mörkum yfir, 25-17. Íslenska liðið er manni fleiri þessa stundina.45. mín: Sólveig Lára fer nú á kostum og skorar sitt þriðja mark á stuttum tíma. Fjögur mörk í röð og Ísland er búið að minnka muninn í 23-17.44. mín: Frábær kafli hjá íslenska liðinu og þrjú mörk í röð. Sólveig Lára Kjærnsted skorar skrýtið mark, Sunna Jónsdóttir opnar markareikning sinn á mótinu úr hraðaupphlaupi og Sólveig skorar aftur eftir enn eina gullsendinguna frá Sigurbjörgu.42. mín: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er rekin útaf í tvær mínútur og Rússar skora úr víti og komast 22-13 yfir. Ísland var þarna búið að skora þrjú mörk í röð.41. mín: Berglind ver vel en Sólveig Lára Kjærnested vippar í slánna úr hraðaupphlaupi.40. mín: Rakel Dögg skorar frábært mark með langskoti og minnkar muninn í átta mörk. 13-21. Þetta var aðeins fjórða mark íslands úr langskoti í leiknum og því langþráð39. mín: Íslensku stelpurnar skora sitt annað mark í röð þegar Rakel Dögg minnkar muninn í 21-12 úr vítakasti. Rússar eru manni færri og stelpurnar verða að nýta sér vel þennan kafla.38. mín: Sigurbjörg Jóhannsdóttir er komin inn á í fyrsta sinn í mótinu og á glæsilega línusendingu inn á Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur sem minnkar muninn í 21-11.36. mín: Ásta Birna Gunnarsdóttir minnkar muninn í tíu mörk, 20-10, en Rússar svara með marki í næstu sókn. Rússneska liðið er að spila frábærlega þessa stundina og íslenska liðið kemst lítið áfram.35. mín: Íslenska liðið tapar aftur boltanum, Rússar skora aftur úr hraðaupphlaupi og eru komnar 11 mörkum yfir, 20-9. Júlíus tekur leikhlé og segir stelpunum að þær megi ekki ekki gefast upp.34. mín: Rússar stela boltanum og komst tíu mörkum yfir, 19-9, eftir mark úr hraðaupphlaupi. Stelpurnar byrja seinni hálfleikinn mjög illa.33. mín: Fyrstu tvær sóknir Íslands skila ekki marki og Rússar komast í 18-9 með tveimur mörkum í röð.31. mín: Rússar byrja með boltann í seinni hálfleik en Berglind ver fyrsta skotið þeirra í seinni hálfleik. Ekaterina Davydenko er bara með 1 mark í 6 tilraunum og Berglind er með hana í vasanum.Hálfleikur: Allir rússnesku leikmennirnir strax komnir aftur út á gólf og eru að taka æfingar á teig. Mörk Íslands (skot) í fyrri hálfleik: Karen Knútsdóttir 2 (3), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Rakel Dögg Bragadóttir 2/1 (3/1), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 2 (7), Rut Jónsdóttir 1 (4), Hanna Guðrún Stefánsdóttir (3). Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 9/1 (25/1, 36%) Hálfleikur: Íslensku stelpurnar eru 9-16 undir í hálfleik. Vörnin og markvarslan hefur verið í fínu lagi en sóknarleikurinn er mjög mistækur. Íslenska liðið hefur tapað fjórtán boltum í fyrri hálfleik. Rússar hafa skorað sjö af mörkum sínum eftir hraðaupphlaup og unnu síðustu 15 mínútur hálfleiksins 9-2. Skotnýting Íslands er aðeins 39% (9 af 23) en Rússar eru með 55% skotnýtingu (16 af 29.).30. mín: Íslenska liðið fær á sig töf og Rússar komast sjö mörkum yfir, 16-9, rétt áður en hálfleikurinn rennur út.29. mín: Arna Sif Pálsdóttir er rekin útaf í tvær mínútur en íslenska vörnin heldur og nær boltanum. Maria Sidorova er með 8 skot varin ( 67% prósent) eftir að hún kom inn á í leikhléi Rússana.28. mín: Ásta Birna nær frákasti eftir að Hanna lét verja frá sér í hraðaupphlaupi og minnkar muninn í 14-9. Rússar ná strax aftur sex marka forskoti.26. mín: Íslenska liðið nær ekki að nýta sér hraðaupphlaup og Rússar bruna upp í staðinn og komast sex mörkum yfir, 14-825. mín: Harpa Sif er aftur rekin útaf í tvær mínútur og Rússar skora tvö mörk í röð og komast í 13-8.23. mín: Anna Úrsúla stelur boltanum þegar Rússar voru að leggja af stað í hraðaupphlaup og gefur á Hrafnhildi sem skorar í tómt mark og minnkar muninn í 11-8. Þetta var mikilvægt mark.22. mín: Íslenska liðið tapar sínum ellefta bolta í leiknum og Rússar skora sitt fjórða mark í röð og komast í 11-7.21. mín: Íslenska vörnin er áfram að standa sig vel og Berglind er búin að verja átta skot. Július tekur leikhlé og fer yfir málin. Rússar eru 10-7 yfir þegar 9 míntútur og 22 sekúndur eru til hálfleiks.20. mín: Enn einn tapaði boltinn og Rússar komast í 10-7 eftir mark úr hraðaupphlaupi. 18. mín: Rússar skora tvö mörk í röð og eru komnar yfir í 9-7.16. mín: Rakel Dögg nær frákasti á línunni eftir að rússneski markvörðurinn varði og jafnar metin í 7-7.14. mín: Rakel Dögg Bragadóttir jafnar leikinn í 6-6 úr víti. Harpa Sif Eyjólfsdóttir er rekin útáf í tvær mínútur og Rússar komast aftur yfir í 7-6.12. mín: Rut Jónsdóttir jafnar leikinn í 5-5 og Trefilov tekur leikhlé. Íslenskir stuðningsmenn ærast úr fögnuðu þegar leikhléð er tekið. Berglind er með 55% markvörslu, 6 af 11 skotum varin.10. mín: Trefilov úthúðar hverjum leikmanni sem kemur út af í rússneska liðinu. Karen Knútsdóttir skorar annað flott mark og minnkar muninn í 5-4. Berglind er búin að verja sex skot í markinu.9. mín: Ísland skorar tvö mörk í röð og minnkar muninn í 4-3. Karen Knútsdóttir skorar fyrra markið með góðu skoti og Áta Birna Gunnarsdóttir skoraði síðan úr hraðaupphlaupi.8. mín: Rússneski markvörðurinn hefur lokað vel á hornin og Rússar eru komnir í 4-1.6. mín: Berglind Íris hefur byrjað frábærlega í markinu en það er mikið fát á stelpunum í sókninni. Staðan er enn 3-1 fyrir Rússa. 5. mín: Rússar skora tvö mörk í röð og eru komnar í 3-1. Íslenska liðið er búið að tapa fjórum boltum á fyrstu fimm mínútunum.3. mín: Rússar skora fyrsta markið en Hrafnhildur Skúladóttir jafnar leikinn strax eftir hraða miðju.2. mín: Berglind Íris varði víti frá Rússum og hefur varið tvö fyrstiu skot Rússa í leiknum. Staðan er 0-0 en íslensku stelpurnar eru búnar að tapa boltanum í þremur fyrstu sóknunum.1. mín: Ísland byrjar með boltann en tapar boltanum. Rússar skjóta framhjá í fyrstu sókn sinni.17.13: Júlíus Jónasson og Evgeny Trefilov, þjálfarar liðanna, heilsast og skiptast á nokkrum vinsemdarorðum. Ólíkir menn, verður að segjast.17.12: Íslenska landsliðið spilar í bláum búningum í dag, þær voru hvítar á móti Króatíu og rauðar á móti Svartfjallalandi. Það er búið að spila þjóðsöngvana og það styttist í leikinn.17.10: Rakel Dögg Bragadóttir fyrirliði leikur í dag sinn 75. landsleik og fær blómavönd frá Knúti G. Haukssyni, formanni HSÍ, í tilefni dagsins17.05: Það fjölgar enn áhorfendum sem leggja leið sína í NRGi-Arena hér í Árósum. Fjölmargir eru greinilega stuðningsmenn íslenska liðsins enda vel merktir íslensku fánalitunum.17.00: Hanna Guðrún Stefánsdóttir er markahæst í íslenska liðinu með 10 mörk en Hrafnhildur Skúladóttir hefur skorað 9 mörk og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er síðan þriðja með sjö mörk.17.00: Allar íslensku stelpurnar hafa fengið að spila á mótinu nema þær Sunna Jónsdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur spilað mest eða í 110 mínútur og 2 sekúndur.
Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti