Handbolti

Rut: Við ætluðum að koma á óvart

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Rut Jónsdóttir.
Rut Jónsdóttir. Ole Nielsen
Rut Jónsdóttir gat ekki leynt vonbrigðum sínum með tapleikina þrjá hjá Íslandi á EM í handbolta. Ísland tapaði í dag fyrir heimsmeisturum Rússa, 30-21, og er úr leik á EM.

„Eins gaman og það hefur verið að spila á þessu móti er ótrúlega svekkjandi að sitja uppi með þrjú töp," sagði Rut við Vísi eftir leikinn.

„Við ætluðum að koma á óvart og við höfðum fulla trú á því að það væri hægt. Við vissum að þetta yrði erfitt en við ætluðum okkur að komast áfram. Það var bara ekki nóg."

Hún segir að rússneska vörnin hafi reynst of sterk fyrir íslensku sóknina í dag.

„Við erum meira í því að finna glufur á vörn andstæðingsins enda bara með tvær skyttur sem geta skotið að ráði að utan. Þær bara biðu eftir okkur á sex metrunum og náðu oft að stoppa okkur. Svo inn á milli fengum við ágæt færi sem við náðum ekki að nýta. Þetta var því mjög erfitt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×