Handbolti

Dönsku stelpurnar einar með fullt hús í milliriðili eitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Camilla Dalby í leiknum í kvöld.
Camilla Dalby í leiknum í kvöld. Mynd/AFP
Úrslitin réðustu ekki aðeins í riðli Íslands á Evrópumóti kvenna í kvöld því keppni lauk líka í A-riðlinum sem var spilaður í Álaborg. Danir unnu riðilinn eftir 22-19 sigur á Spáni í spennandi leik þar sem dönsku stelpurnar unnu tvær síðustu mínúturnar 3-1.

Trine Troelsen skroaði 6 mörk fyrir danska liðið en sex leikmenn skoruðu síðan á bilinu tvö til þrjú mörk. Karen Mortensen varði 14 skot í markinu.

Danska liðið vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni því liðið hafði áður unnið fimm marka sigur á Serbum (25-20) og þriggja marka sigur á Rúmenum (25-22).

Danir fara með því með fjögur stig inn í milliriðilinn, Rúmenar taka með sér tvö stig en spænska liðið byrjar stigalaust. Serbar sitja hinsvegar eftir alveg eins og íslenska liðið.

Liðin í milliriðli eitt:

Danmörk 4 stig

Rússland 2 stig

Svartfjalland 2 stig

Króatía 2 stig.

Rúmenía 2 stig

Spánn 0 stig






Fleiri fréttir

Sjá meira


×