Handbolti

Hanna Guðrún: Verðum að setja klærnar út

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Hanna Guðrún Stefánsdóttir hefur fulla trú á því að Ísland geti unnið Rússland í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í Noregi og Danmörku í dag.

„Við verðum að setja klærnar út. Markmiðið er að vinna leikinn og það væri gott fyrir landsliðið að vinna leik á stórmóti. Við ætlum að leggja allt í þetta og reyna að ná sigri," sagði Hanna við Vísi í gær.

Ísland hefur tapað sínum tveimur fyrstu leikjum á mótinu en á enn möguleika á að komast áfram ef allt fer á besta veg í dag.

„Ég hef fulla trú á því að við getum unnið í dag. Við eigum enn inni markvörslu og betri varnarleik. Við þurfum líka að nýta færin okkar betur. Ef það tekst er aldrei að vita hvernig leikurinn fer."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×