Handbolti

Karen: Við erum vel undirbúnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Karen Knútsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að liðið sé vel undirbúið fyrir átökin gegn Króatíu í dag.

„Þetta leggst mjög vel í mig. Æfingarnar hafa verið flottar og við erum vel undirbúnar," sagði Karen. „Það er mikill spenningur í hópnum. Króatía er með öflugt lið en ég tel að möguleikar okkar séu miklir."

Karen ræddi við Vísi eftir æfingu íslenska liðsins í Árósum í gær og má sjá viðtalið í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×