Handbolti

Grátlegt tap hjá Rúnari og félögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rúnar í leik gegn Kiel.
Rúnar í leik gegn Kiel.

Rúnar Kárason og félagar í Bergischer voru ekki fjarri því í kvöld að slá eitt besta handboltalið Þýskalands, Göppingen, úr leik í bikarnum.

Rúnar og félagar spiluðu hörkuleik og virtust vera að landa sigri er Göppingen jafnaði í lokin, 24-24, og þvingaði fram framlengingu.

Í henni var úrvalsdeildarliðið sterkara og vann að lokum tveggja marka sigur, 28-30.

Rúnar átti mjög fínan leik hjá Bergischer og skoraði 5 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×