Öruggur sigur hjá Íslandi gegn Noregi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. desember 2010 19:14 Róbert Gunnarsson átti flottan leik á línunni. Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason komu í leitirnar í dag þegar Ísland vann Noreg, 35-29, í bronsleik Heimsbikarmótsins í Svíþjóð. Staðan í hálfleik var 18-16 fyrir Ísland. Það var ljóst frá upphafi að Guðmundur þjálfari ætlaðist til þess að þeir Snorri Steinn og Arnór myndu sýna sitt rétta andlit á ný í leiknum því þeir byrjuðu leikinn og spiluðu nánast allt til enda. Snorri spilaði allan leikinn en Arnór hvíldi lítið. Þeir félagar svöruðu kalli þjálfarans með stæl og áttu báðir stórleik rétt eins og Róbert Gunnarsson sem var ekki að spila sinn besta leik í gær. Snorri stýrði leik liðsins eins og herforingi, skoraði góð mörk og bjó til fjölmörg önnur. Skotógnunin kom aftur frá Arnóri sem gerði falleg mörk og var gaman að sjá hann spila aftur af sjálfstrausti sem virðist hafa vantað upp á síðkastið. Íslenska liðið tók völdin strax í upphafi og leiddi allt til enda. Varnarleikurinn var lengstum mjög sterkur og hreyfanlegur. Fyrir aftan hana átti Sveinbjörn Pétursson sannkallaðan stórleik í aðeins sínum öðrum landsleik. Mögnuð frammistaða hjá honum. Varnarleikurinn datt ekki eins oft niður og í gær. Sóknarleikurinn var miklu agaðri og hraðari. Með öðrum orðum var allt annað að sjá til liðsins og mikill stígandi frá leiknum í gær sem og frá leikjunum í undankeppni EM á dögunum. Það verður að taka með í reikninginn að Norðmenn voru ekki að spila á sínu sterkasta liði og vantaði mikið í það. Engu að síður kláruðu strákarnir okkar sína hluti með glans og unnu verðskuldaðan stórsigur sem hefði hæglega getað verið stærri. Alexander Petersson átti einnig fínan leik og þeir Sverre og Ingimundur bundu vörnina saman af myndarskap. Leikurinn var jákvætt skref í rétta átt eftir frekar brösótt gengi og bestu tíðindin af öllum eru þau að tveir af lykilmönnum liðsins virðast loksins komnir í gang á nýjan leik. Ísland-Noregur 35-29 (18-16) Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 8/3 (14/4), Arnór Atlason 7 (10), Alexander Petersson 7 (10), Róbert Gunnarsson 6 (8), Arnór Þór Gunnarsson 2 (2), Sturla Ásgeirsson 2 (3), Ingimundur Ingimundarson 1 (1), Oddur Gretarsson 1 (1), Bjarni Fritzson 1/1 (2/1). varin skot: Sveinbjörn Pétursson 19 (48) 40%. Hraðaupphlaup: 4 (Ingimundur, Arnór, Alexander, Sturla). Fiskuð víti: 5 (Arnór, Róbert, Aron, Ásgeir, Snorri). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Noregs (skot): Johannes Hippe 5 (10), Magnus Jöndal 5 (7), Erlend Mamelund 4 (6), Vegard Samdahl 3 (5), Espen Hansen 2 (2), Christian Spannel 2 (2), Sindre Paulsen 2 (4), Joakim Hykkerud 2 (3), Jan Hansen 2 (2), Kent Tönnesen 2 (4). Varin skot: Steinar Ege 9 (26/2) 35%, Sven Erik Medhus 5 (23/3) 22%. Hraðaupphlaup: 5 (Hippe 2, Jöndal 2, Mamelund). Fiskuð víti: 0. Utan vallar: 4 mínútur. Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason komu í leitirnar í dag þegar Ísland vann Noreg, 35-29, í bronsleik Heimsbikarmótsins í Svíþjóð. Staðan í hálfleik var 18-16 fyrir Ísland. Það var ljóst frá upphafi að Guðmundur þjálfari ætlaðist til þess að þeir Snorri Steinn og Arnór myndu sýna sitt rétta andlit á ný í leiknum því þeir byrjuðu leikinn og spiluðu nánast allt til enda. Snorri spilaði allan leikinn en Arnór hvíldi lítið. Þeir félagar svöruðu kalli þjálfarans með stæl og áttu báðir stórleik rétt eins og Róbert Gunnarsson sem var ekki að spila sinn besta leik í gær. Snorri stýrði leik liðsins eins og herforingi, skoraði góð mörk og bjó til fjölmörg önnur. Skotógnunin kom aftur frá Arnóri sem gerði falleg mörk og var gaman að sjá hann spila aftur af sjálfstrausti sem virðist hafa vantað upp á síðkastið. Íslenska liðið tók völdin strax í upphafi og leiddi allt til enda. Varnarleikurinn var lengstum mjög sterkur og hreyfanlegur. Fyrir aftan hana átti Sveinbjörn Pétursson sannkallaðan stórleik í aðeins sínum öðrum landsleik. Mögnuð frammistaða hjá honum. Varnarleikurinn datt ekki eins oft niður og í gær. Sóknarleikurinn var miklu agaðri og hraðari. Með öðrum orðum var allt annað að sjá til liðsins og mikill stígandi frá leiknum í gær sem og frá leikjunum í undankeppni EM á dögunum. Það verður að taka með í reikninginn að Norðmenn voru ekki að spila á sínu sterkasta liði og vantaði mikið í það. Engu að síður kláruðu strákarnir okkar sína hluti með glans og unnu verðskuldaðan stórsigur sem hefði hæglega getað verið stærri. Alexander Petersson átti einnig fínan leik og þeir Sverre og Ingimundur bundu vörnina saman af myndarskap. Leikurinn var jákvætt skref í rétta átt eftir frekar brösótt gengi og bestu tíðindin af öllum eru þau að tveir af lykilmönnum liðsins virðast loksins komnir í gang á nýjan leik. Ísland-Noregur 35-29 (18-16) Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 8/3 (14/4), Arnór Atlason 7 (10), Alexander Petersson 7 (10), Róbert Gunnarsson 6 (8), Arnór Þór Gunnarsson 2 (2), Sturla Ásgeirsson 2 (3), Ingimundur Ingimundarson 1 (1), Oddur Gretarsson 1 (1), Bjarni Fritzson 1/1 (2/1). varin skot: Sveinbjörn Pétursson 19 (48) 40%. Hraðaupphlaup: 4 (Ingimundur, Arnór, Alexander, Sturla). Fiskuð víti: 5 (Arnór, Róbert, Aron, Ásgeir, Snorri). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Noregs (skot): Johannes Hippe 5 (10), Magnus Jöndal 5 (7), Erlend Mamelund 4 (6), Vegard Samdahl 3 (5), Espen Hansen 2 (2), Christian Spannel 2 (2), Sindre Paulsen 2 (4), Joakim Hykkerud 2 (3), Jan Hansen 2 (2), Kent Tönnesen 2 (4). Varin skot: Steinar Ege 9 (26/2) 35%, Sven Erik Medhus 5 (23/3) 22%. Hraðaupphlaup: 5 (Hippe 2, Jöndal 2, Mamelund). Fiskuð víti: 0. Utan vallar: 4 mínútur.
Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti