Innlent

Stefnt að flugi í dag - aflýst til London

Flugferðir eru að komast í samt lag.
Flugferðir eru að komast í samt lag.

Icelandair hefur tilkynnt að tveimur áætluðum flugum félagsins til London í dag, 20. apríl, hefur verið aflýst.

Jafnframt hefur Icelandair tilkynnt að flogið verður aukaflug til Edinborgar í Skotlandi og er brottför flugsins frá Keflavíkurflugvelli kl. 13.00 og brottför frá Edinborg til Íslands síðdegis klukkan 17.10 að staðartíma.

Nú í morgun flýgur Icelandair til Osló, Stokkhólms og Glasgow og kl.11.00 er aukaflug til Stokkhólms að því er segir á heimasíðu félagsins.

Hjá IcelandExpress vonast menn til að geta flogið til áfangastaða sinna í dag en farþegar eru beðnir um að fylgjast vel með og fara ekki til flugvallar fyrr en búið er að staðfesta brottför.

Von er á nýrri veðurspá klukkan átta og þá verða nýjar upplýsingar gefnar út að því er segir á heimasíðu félagsins.

Icelandair

IcelandExpress








Fleiri fréttir

Sjá meira


×