Páll Baldvin Baldvinsson: Draugagangur í dagsbirtu Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 13. maí 2010 10:26 Elskan mín, þú ert svo miklu laglegri svona með alskegg, lætur Bunuel Maríu segja við son sinn Jesú í einni af kvikmyndum sínum. Er það? spyr pilturinn og strýkur á sér vanga og grön. Hinn skeggjaði unglingur hefur lengi fylgt okkur eftir píslardauða sinn og himnaför sem samkvæmt skipulögðu tímatali kirkjunnar ber einmitt upp á daginn í dag. Hann semsagt ráfaði um nágrenni Jerúsalem, orðinn nokkuð heill eftir misþyrmingar pyntingameistara rómverska setuliðsins og stökk svo í loftin. Í upplifun og endursögn kirkjunnar ber ekki mikið á því að krossfestir voru beinbrotnir á krossum sínum svo andinn yfirgæfi þá fyrr, en það hefur verið lagað í síðari tíma útgáfu helgisögunnar. Sú hugmynd væri ekki eins aðlaðandi. Illa útlítandi afturganga á kreiki í sólinni. vanafesta og hefð ráða mestu um meirihluta þjóðarinnar í mótmælendakirkjunni. Allir aðrir trúarhópar í hinu opna samfélagi okkar mega berjast gegn ofurvaldi kirkjunnar og biskupinn hefur talað skýrt í þá veru að vilji ríkið skera á fjárstreymi til kirkjuhalds verði heimtur gerðar á jarðeignum kirkjunnar sem þeir lútersku stálu reyndar frá kirkju kaþólskra áður en þjóðin, þá býsna trúuð, var keyrð undir ríkisþjónkunarkirkju mótmælenda. Biskupinn er þá ekki að hugsa mikið um hið veraldlega réttlæti að eignirnar beri þeim sem skóp þær í upphafi: almenningi. Honum er nóg að tryggja samfelldar launagreiðslur sinna manna. Tvær kellingar sátu og voru að smóka sig og stundu hátt að það væri nú alltaf sjarmi yfir messunni á Rúfinu, alla vega þegar söngurinn væri þokkalegur, sem hann væri því miður ekki alltaf. Svo væri nú alltaf gott að geta skrúfað niður í mali prestanna. Útvarpsmessur eru eitt sérstæðasta fyrirbærið í þjónustu hins óhlutdræga útvarps ríkisins. Mætti ég biðja um hugleiðingar trúlausra, beina útsendingu frá Krossinum eða Hernum, kveðskap íslamstrúarmanna eða zen-möntrur sem forleik að sunnudagshádeginu. Aðskilnaður ríkis og kirkju er sjálfsögð krafa í nútímasamfélagi, rétt eins og jafn kosningaréttur: hin forna sérgæsla er helsi sem á að henda út um gluggann svo við getum stigið til himna hvert með sínu lagi en ekki eftir forskrift úr Kirkjuhúsinu biskupsins með öllu hans starfsfólki sem við borgum laun, trúvillt, trúlaus og dauftrúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun
Elskan mín, þú ert svo miklu laglegri svona með alskegg, lætur Bunuel Maríu segja við son sinn Jesú í einni af kvikmyndum sínum. Er það? spyr pilturinn og strýkur á sér vanga og grön. Hinn skeggjaði unglingur hefur lengi fylgt okkur eftir píslardauða sinn og himnaför sem samkvæmt skipulögðu tímatali kirkjunnar ber einmitt upp á daginn í dag. Hann semsagt ráfaði um nágrenni Jerúsalem, orðinn nokkuð heill eftir misþyrmingar pyntingameistara rómverska setuliðsins og stökk svo í loftin. Í upplifun og endursögn kirkjunnar ber ekki mikið á því að krossfestir voru beinbrotnir á krossum sínum svo andinn yfirgæfi þá fyrr, en það hefur verið lagað í síðari tíma útgáfu helgisögunnar. Sú hugmynd væri ekki eins aðlaðandi. Illa útlítandi afturganga á kreiki í sólinni. vanafesta og hefð ráða mestu um meirihluta þjóðarinnar í mótmælendakirkjunni. Allir aðrir trúarhópar í hinu opna samfélagi okkar mega berjast gegn ofurvaldi kirkjunnar og biskupinn hefur talað skýrt í þá veru að vilji ríkið skera á fjárstreymi til kirkjuhalds verði heimtur gerðar á jarðeignum kirkjunnar sem þeir lútersku stálu reyndar frá kirkju kaþólskra áður en þjóðin, þá býsna trúuð, var keyrð undir ríkisþjónkunarkirkju mótmælenda. Biskupinn er þá ekki að hugsa mikið um hið veraldlega réttlæti að eignirnar beri þeim sem skóp þær í upphafi: almenningi. Honum er nóg að tryggja samfelldar launagreiðslur sinna manna. Tvær kellingar sátu og voru að smóka sig og stundu hátt að það væri nú alltaf sjarmi yfir messunni á Rúfinu, alla vega þegar söngurinn væri þokkalegur, sem hann væri því miður ekki alltaf. Svo væri nú alltaf gott að geta skrúfað niður í mali prestanna. Útvarpsmessur eru eitt sérstæðasta fyrirbærið í þjónustu hins óhlutdræga útvarps ríkisins. Mætti ég biðja um hugleiðingar trúlausra, beina útsendingu frá Krossinum eða Hernum, kveðskap íslamstrúarmanna eða zen-möntrur sem forleik að sunnudagshádeginu. Aðskilnaður ríkis og kirkju er sjálfsögð krafa í nútímasamfélagi, rétt eins og jafn kosningaréttur: hin forna sérgæsla er helsi sem á að henda út um gluggann svo við getum stigið til himna hvert með sínu lagi en ekki eftir forskrift úr Kirkjuhúsinu biskupsins með öllu hans starfsfólki sem við borgum laun, trúvillt, trúlaus og dauftrúa.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun