Handbolti

Auðveldur sigur hjá Kiel í kvöld

Óskarl Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, fylgist með leiknum í kvöld.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, fylgist með leiknum í kvöld.
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu í kvöld þrettán marka útisigur á HSG Ahlen-Hamm, 36-23 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þetta var fjórði sigurleikur Kiel í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla leiki sína í deildinni á tímabilinu nema þann á móti Füchse Berlin, liði Dags Sigurðssonar.

Aron Pálmarsson var ekki meðal markaskorara Kiel í þessum leik en markahæsti leikmaður liðsins var Momir Ilic með 9 mörk. Filip Jicha og Christian Zeitz skoruðu báðir sex mörk og Marcus Ahlm var með fimm mörk.

Kiel er í efsta sæti þýsku deildarinnar með 16 stig af 18 mögulegum en HSV Hamburg, Füchse Berlin og Rhein-Neckar Löwen eiga öll möguleika á því að jafna þá að stigum þegar þau spila um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×