Helgi eyjanna Marta María Friðriksdóttir skrifar 3. ágúst 2010 06:00 Verslunarmannahelgin með öllu því sem henni fylgir er nú yfirstaðin. Á þessari mestu ferðahelgi ársins fór ég og dvaldi á fagurri eyju. Reyndar ekki þeirri sem allir virtust vera að fara til og allt stefndi í metfjölda á. Heldur annarri eyju, í öðrum landshluta. Þar var líf og fjör alla helgina þannig að rætt var um að eyjur væru „inn" um verslunarmannahelgina. Ferðinni var heitið til Flateyjar á Breiðafirði. Það er svolítið erfitt að lýsa stemningunni þarna, þetta er svolítið eins og að ferðast aftur í tíma. Allt er svo rólegt og vinalegt. Þegar komið er í land er farangurinn fluttur á gömlum traktor upp á tjaldsvæði þar sem auðvitað sést ekki einn einasti tjaldvagn eða fellihýsi. Túnið er fullt af litlum kúlutjöldum og fólk unir sátt við sitt. Um kvöldið var svo haldið á ball með hinum ástsælu Spöðum í Samkomuhúsinu. Dansleiksfólk, sem skemmti sér við fjöruga tóna, var á öllum aldri og á tímabili var fjöldinn svo mikill að dansað var inn í nóttina fyrir utan og allt í kringum Samkomuhúsið. Hljómsveitin átti í erfiðleikum með að hætta því hún var klöppuð upp aftur og aftur. Morguninn eftir kitluðu heitir sólargeislarnir nef tjaldbúa og garg kríunnar og hanagal dró þá á lappir. Reyndar ekki lengra en svo að lagst var til svefns fyrir utan tjaldið þannig að tjaldstæðisbrekka Flateyjar var full af tómum kúlutjöldum en sofandi fólki í sólbaði. Sólin baðaði eyju, gesti og gangandi. Aðra sögu var víst að segja um ástandið í Reykjavík en þegar heim var komið minnti höfuðborgin eyjafara óþægilega mikið á að haustið er á næsta leiti. Þar var skýjað og vindurinn feykti upp bílhurðinni og ýtti þeim inn á heimilið. Eina rauða laufblaðið sem dinglað hafði einmana fyrir utan stofugluggann minn fyrr í vikunni hafði fjölgað sér og fengið til liðs við sig nokkur gul og reyniberin voru á góðri leið með að verða rauð. Haustið er svo sannarlega á næsta leiti. Lok verslunarmannahelgarinnar, veðrið og náttúran bera þess glöggt vitni. Eftir lok verslunarmannahelgar finnst mér alltaf sem haustið sé að koma. Og þá er líka svo stutt í jólin. Tíminn líður reyndar svo hratt að mér finnst þau hafa verið svona í fyrradag og þess vegna getur vel verið að stutt sé í næstu verslunarmannahelgi. Helgi eyjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta María Friðriksdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun
Verslunarmannahelgin með öllu því sem henni fylgir er nú yfirstaðin. Á þessari mestu ferðahelgi ársins fór ég og dvaldi á fagurri eyju. Reyndar ekki þeirri sem allir virtust vera að fara til og allt stefndi í metfjölda á. Heldur annarri eyju, í öðrum landshluta. Þar var líf og fjör alla helgina þannig að rætt var um að eyjur væru „inn" um verslunarmannahelgina. Ferðinni var heitið til Flateyjar á Breiðafirði. Það er svolítið erfitt að lýsa stemningunni þarna, þetta er svolítið eins og að ferðast aftur í tíma. Allt er svo rólegt og vinalegt. Þegar komið er í land er farangurinn fluttur á gömlum traktor upp á tjaldsvæði þar sem auðvitað sést ekki einn einasti tjaldvagn eða fellihýsi. Túnið er fullt af litlum kúlutjöldum og fólk unir sátt við sitt. Um kvöldið var svo haldið á ball með hinum ástsælu Spöðum í Samkomuhúsinu. Dansleiksfólk, sem skemmti sér við fjöruga tóna, var á öllum aldri og á tímabili var fjöldinn svo mikill að dansað var inn í nóttina fyrir utan og allt í kringum Samkomuhúsið. Hljómsveitin átti í erfiðleikum með að hætta því hún var klöppuð upp aftur og aftur. Morguninn eftir kitluðu heitir sólargeislarnir nef tjaldbúa og garg kríunnar og hanagal dró þá á lappir. Reyndar ekki lengra en svo að lagst var til svefns fyrir utan tjaldið þannig að tjaldstæðisbrekka Flateyjar var full af tómum kúlutjöldum en sofandi fólki í sólbaði. Sólin baðaði eyju, gesti og gangandi. Aðra sögu var víst að segja um ástandið í Reykjavík en þegar heim var komið minnti höfuðborgin eyjafara óþægilega mikið á að haustið er á næsta leiti. Þar var skýjað og vindurinn feykti upp bílhurðinni og ýtti þeim inn á heimilið. Eina rauða laufblaðið sem dinglað hafði einmana fyrir utan stofugluggann minn fyrr í vikunni hafði fjölgað sér og fengið til liðs við sig nokkur gul og reyniberin voru á góðri leið með að verða rauð. Haustið er svo sannarlega á næsta leiti. Lok verslunarmannahelgarinnar, veðrið og náttúran bera þess glöggt vitni. Eftir lok verslunarmannahelgar finnst mér alltaf sem haustið sé að koma. Og þá er líka svo stutt í jólin. Tíminn líður reyndar svo hratt að mér finnst þau hafa verið svona í fyrradag og þess vegna getur vel verið að stutt sé í næstu verslunarmannahelgi. Helgi eyjanna.