Jóse Sócrates forsætisráðherra Portúgal hafnar því að landið þurfi á aðstoð Evrópusambandsins að halda. Umræða um slíkt gerist æ háværari í kjölfar þess að Írland samþykkti slíka aðstoð.
Sócrates segir að Portúgal þurfi að gera það sem nauðsynlegt er, samþykkja fjárlög og halda áfram niðurskurði sínum í ríkisútgjöldum.
Margir hagfræingar telja að Portúgal neyðist fyrr eða síðar að leita á náðir Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eins og Írland og Grikkland.
Samhliða miklum fjárlagahalla glímir Portúgal við gríðarlegar skuldir hins opinbera sem nema nú um 112% af landsframleiðslu landsins.