Umfjöllun: Strákarnir lögðu Letta í lélegum leik Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar 27. október 2010 21:14 Logi Geirsson átti fínan leik í kvöld. Mynd/Stefán Ísland er á toppi síns riðils í undankeppni EM í handbolta eftir fyrstu umferð. Ísland lagði Lettland, 28-26, í Laugardalshöllinni í kvöld í mjög slökum leik. Íslenska liðið var í miklu basli allan leikinn og hristi Lettana ekki af sér fyrr en rétt í lokin. Frammistaða liðsins olli miklum vonbrigðum því hún var léleg. Þar sem Þýskaland og Austurríki gerðu jafntefli í sínum leik er Ísland eitt á toppnum með tvö stig eftir leiki dagsins. Það var ljóst í upphafi að Ísland var að vanmeta Lettana. Strákarnir spiluðu aðeins á hálfum hraða, nenntu ekki að hlaupa til baka og það var algjörlega verðskuldað að Lettar komust 1-5 yfir. Strákarnir tóku aðeins við sér, minnkuðu forskotið og leiddu með einu marki í leikhléi, 14-13. Aðeins eins marks munur þó svo Lettarnir hefðu verið af velli í 10 mínútur í fyrri hálfleik á meðan Ísland þurfti aldrei að fara í kælingu. Liðin héldust í hendur allan síðari hálfleik og það gekk ekkert hjá íslenska liðinu að hrista Lettana af sér. Það skrifast fyrst og fremst á lélegan varnarleik og slök skot í sókninni. Reyndar hjálpuðu svissnesku dómararnir lítið til. Þeir dæmdu með Íslandi í fyrri hálfleik en snérust svo allan hringinn í þeim síðari er þeir dæmdu algjörlega með gestunum. Á lokamínútunum steig íslenska liðið upp og náði að landa naumum sigri þrátt fyrir lélegan leik. Margir lykilleikmenn íslenska liðsins voru fjarri sínu besta í kvöld og hreinlega lélegir. Hreiðar var aftur á móti góður í markinu. Róbert magnaður í sókninni, Logi góður í vörn sem sókn og Ásgeir átti mjög flotta innkomu í síðari hálfleikinn er hann skoraði mikilvæg mörk. Það er ljóst að svona frammistaða dugar ekki gegn Austurríki um helgina og strákarnir verða að girða sig hraustlega í brók fyrir þann leik. Leikurinn í kvöld var lélegur og strákarnir geta miklu betur, það vita þeir best allra. Þegar upp er staðið eru það samt stigin tvö sem telja og sem betur fer enduðu þau bæði hjá Íslandi. Ísland-Lettland 28-26 (14-13) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 6/4 (11/5), Róbert Gunnarsson 5 (5), Logi Geirsson 5 (6), Ásgeir Örn Hallgrímsson 5 (6), Þórir Ólafsson 3 (3), Arnór Atlason 2 (7), Sigurbergur Sveinsson 1 (1), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (4/1). Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 16/1 (33/2) 48%. Hraðaupphlaup: 3 (Þórir, Róbert, Ásgeir). Fiskuð víti: 6 (Róbert 6). Utan vallar: 8 mín. Mörk Lettlands (skot): Edgars Vadzitis 6 (7), Aivis Jurdz 6 (12), Girts Lilienfelds 5/1 (5/1), Andrejs Kuzmins 2 (3/1), Margots Valkovskis 2 (4), Ingars Dude 2 (2), Valdis Gutmanis 1 (3). Varin skot: Helmuts Tihanovs 12/1 (39/5) 31%. Hraðaupphlaup: 4. Fiskuð víti: 2. Utan vallar: 14 mín. Dómarar: Marco Meyer og André Buache. Furðulegt dómarapar. Já, og lélegt. Handbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira
Ísland er á toppi síns riðils í undankeppni EM í handbolta eftir fyrstu umferð. Ísland lagði Lettland, 28-26, í Laugardalshöllinni í kvöld í mjög slökum leik. Íslenska liðið var í miklu basli allan leikinn og hristi Lettana ekki af sér fyrr en rétt í lokin. Frammistaða liðsins olli miklum vonbrigðum því hún var léleg. Þar sem Þýskaland og Austurríki gerðu jafntefli í sínum leik er Ísland eitt á toppnum með tvö stig eftir leiki dagsins. Það var ljóst í upphafi að Ísland var að vanmeta Lettana. Strákarnir spiluðu aðeins á hálfum hraða, nenntu ekki að hlaupa til baka og það var algjörlega verðskuldað að Lettar komust 1-5 yfir. Strákarnir tóku aðeins við sér, minnkuðu forskotið og leiddu með einu marki í leikhléi, 14-13. Aðeins eins marks munur þó svo Lettarnir hefðu verið af velli í 10 mínútur í fyrri hálfleik á meðan Ísland þurfti aldrei að fara í kælingu. Liðin héldust í hendur allan síðari hálfleik og það gekk ekkert hjá íslenska liðinu að hrista Lettana af sér. Það skrifast fyrst og fremst á lélegan varnarleik og slök skot í sókninni. Reyndar hjálpuðu svissnesku dómararnir lítið til. Þeir dæmdu með Íslandi í fyrri hálfleik en snérust svo allan hringinn í þeim síðari er þeir dæmdu algjörlega með gestunum. Á lokamínútunum steig íslenska liðið upp og náði að landa naumum sigri þrátt fyrir lélegan leik. Margir lykilleikmenn íslenska liðsins voru fjarri sínu besta í kvöld og hreinlega lélegir. Hreiðar var aftur á móti góður í markinu. Róbert magnaður í sókninni, Logi góður í vörn sem sókn og Ásgeir átti mjög flotta innkomu í síðari hálfleikinn er hann skoraði mikilvæg mörk. Það er ljóst að svona frammistaða dugar ekki gegn Austurríki um helgina og strákarnir verða að girða sig hraustlega í brók fyrir þann leik. Leikurinn í kvöld var lélegur og strákarnir geta miklu betur, það vita þeir best allra. Þegar upp er staðið eru það samt stigin tvö sem telja og sem betur fer enduðu þau bæði hjá Íslandi. Ísland-Lettland 28-26 (14-13) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 6/4 (11/5), Róbert Gunnarsson 5 (5), Logi Geirsson 5 (6), Ásgeir Örn Hallgrímsson 5 (6), Þórir Ólafsson 3 (3), Arnór Atlason 2 (7), Sigurbergur Sveinsson 1 (1), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (4/1). Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 16/1 (33/2) 48%. Hraðaupphlaup: 3 (Þórir, Róbert, Ásgeir). Fiskuð víti: 6 (Róbert 6). Utan vallar: 8 mín. Mörk Lettlands (skot): Edgars Vadzitis 6 (7), Aivis Jurdz 6 (12), Girts Lilienfelds 5/1 (5/1), Andrejs Kuzmins 2 (3/1), Margots Valkovskis 2 (4), Ingars Dude 2 (2), Valdis Gutmanis 1 (3). Varin skot: Helmuts Tihanovs 12/1 (39/5) 31%. Hraðaupphlaup: 4. Fiskuð víti: 2. Utan vallar: 14 mín. Dómarar: Marco Meyer og André Buache. Furðulegt dómarapar. Já, og lélegt.
Handbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira