Umfjöllun: Strákarnir lögðu Letta í lélegum leik Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar 27. október 2010 21:14 Logi Geirsson átti fínan leik í kvöld. Mynd/Stefán Ísland er á toppi síns riðils í undankeppni EM í handbolta eftir fyrstu umferð. Ísland lagði Lettland, 28-26, í Laugardalshöllinni í kvöld í mjög slökum leik. Íslenska liðið var í miklu basli allan leikinn og hristi Lettana ekki af sér fyrr en rétt í lokin. Frammistaða liðsins olli miklum vonbrigðum því hún var léleg. Þar sem Þýskaland og Austurríki gerðu jafntefli í sínum leik er Ísland eitt á toppnum með tvö stig eftir leiki dagsins. Það var ljóst í upphafi að Ísland var að vanmeta Lettana. Strákarnir spiluðu aðeins á hálfum hraða, nenntu ekki að hlaupa til baka og það var algjörlega verðskuldað að Lettar komust 1-5 yfir. Strákarnir tóku aðeins við sér, minnkuðu forskotið og leiddu með einu marki í leikhléi, 14-13. Aðeins eins marks munur þó svo Lettarnir hefðu verið af velli í 10 mínútur í fyrri hálfleik á meðan Ísland þurfti aldrei að fara í kælingu. Liðin héldust í hendur allan síðari hálfleik og það gekk ekkert hjá íslenska liðinu að hrista Lettana af sér. Það skrifast fyrst og fremst á lélegan varnarleik og slök skot í sókninni. Reyndar hjálpuðu svissnesku dómararnir lítið til. Þeir dæmdu með Íslandi í fyrri hálfleik en snérust svo allan hringinn í þeim síðari er þeir dæmdu algjörlega með gestunum. Á lokamínútunum steig íslenska liðið upp og náði að landa naumum sigri þrátt fyrir lélegan leik. Margir lykilleikmenn íslenska liðsins voru fjarri sínu besta í kvöld og hreinlega lélegir. Hreiðar var aftur á móti góður í markinu. Róbert magnaður í sókninni, Logi góður í vörn sem sókn og Ásgeir átti mjög flotta innkomu í síðari hálfleikinn er hann skoraði mikilvæg mörk. Það er ljóst að svona frammistaða dugar ekki gegn Austurríki um helgina og strákarnir verða að girða sig hraustlega í brók fyrir þann leik. Leikurinn í kvöld var lélegur og strákarnir geta miklu betur, það vita þeir best allra. Þegar upp er staðið eru það samt stigin tvö sem telja og sem betur fer enduðu þau bæði hjá Íslandi. Ísland-Lettland 28-26 (14-13) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 6/4 (11/5), Róbert Gunnarsson 5 (5), Logi Geirsson 5 (6), Ásgeir Örn Hallgrímsson 5 (6), Þórir Ólafsson 3 (3), Arnór Atlason 2 (7), Sigurbergur Sveinsson 1 (1), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (4/1). Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 16/1 (33/2) 48%. Hraðaupphlaup: 3 (Þórir, Róbert, Ásgeir). Fiskuð víti: 6 (Róbert 6). Utan vallar: 8 mín. Mörk Lettlands (skot): Edgars Vadzitis 6 (7), Aivis Jurdz 6 (12), Girts Lilienfelds 5/1 (5/1), Andrejs Kuzmins 2 (3/1), Margots Valkovskis 2 (4), Ingars Dude 2 (2), Valdis Gutmanis 1 (3). Varin skot: Helmuts Tihanovs 12/1 (39/5) 31%. Hraðaupphlaup: 4. Fiskuð víti: 2. Utan vallar: 14 mín. Dómarar: Marco Meyer og André Buache. Furðulegt dómarapar. Já, og lélegt. Handbolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Ísland er á toppi síns riðils í undankeppni EM í handbolta eftir fyrstu umferð. Ísland lagði Lettland, 28-26, í Laugardalshöllinni í kvöld í mjög slökum leik. Íslenska liðið var í miklu basli allan leikinn og hristi Lettana ekki af sér fyrr en rétt í lokin. Frammistaða liðsins olli miklum vonbrigðum því hún var léleg. Þar sem Þýskaland og Austurríki gerðu jafntefli í sínum leik er Ísland eitt á toppnum með tvö stig eftir leiki dagsins. Það var ljóst í upphafi að Ísland var að vanmeta Lettana. Strákarnir spiluðu aðeins á hálfum hraða, nenntu ekki að hlaupa til baka og það var algjörlega verðskuldað að Lettar komust 1-5 yfir. Strákarnir tóku aðeins við sér, minnkuðu forskotið og leiddu með einu marki í leikhléi, 14-13. Aðeins eins marks munur þó svo Lettarnir hefðu verið af velli í 10 mínútur í fyrri hálfleik á meðan Ísland þurfti aldrei að fara í kælingu. Liðin héldust í hendur allan síðari hálfleik og það gekk ekkert hjá íslenska liðinu að hrista Lettana af sér. Það skrifast fyrst og fremst á lélegan varnarleik og slök skot í sókninni. Reyndar hjálpuðu svissnesku dómararnir lítið til. Þeir dæmdu með Íslandi í fyrri hálfleik en snérust svo allan hringinn í þeim síðari er þeir dæmdu algjörlega með gestunum. Á lokamínútunum steig íslenska liðið upp og náði að landa naumum sigri þrátt fyrir lélegan leik. Margir lykilleikmenn íslenska liðsins voru fjarri sínu besta í kvöld og hreinlega lélegir. Hreiðar var aftur á móti góður í markinu. Róbert magnaður í sókninni, Logi góður í vörn sem sókn og Ásgeir átti mjög flotta innkomu í síðari hálfleikinn er hann skoraði mikilvæg mörk. Það er ljóst að svona frammistaða dugar ekki gegn Austurríki um helgina og strákarnir verða að girða sig hraustlega í brók fyrir þann leik. Leikurinn í kvöld var lélegur og strákarnir geta miklu betur, það vita þeir best allra. Þegar upp er staðið eru það samt stigin tvö sem telja og sem betur fer enduðu þau bæði hjá Íslandi. Ísland-Lettland 28-26 (14-13) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 6/4 (11/5), Róbert Gunnarsson 5 (5), Logi Geirsson 5 (6), Ásgeir Örn Hallgrímsson 5 (6), Þórir Ólafsson 3 (3), Arnór Atlason 2 (7), Sigurbergur Sveinsson 1 (1), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (4/1). Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 16/1 (33/2) 48%. Hraðaupphlaup: 3 (Þórir, Róbert, Ásgeir). Fiskuð víti: 6 (Róbert 6). Utan vallar: 8 mín. Mörk Lettlands (skot): Edgars Vadzitis 6 (7), Aivis Jurdz 6 (12), Girts Lilienfelds 5/1 (5/1), Andrejs Kuzmins 2 (3/1), Margots Valkovskis 2 (4), Ingars Dude 2 (2), Valdis Gutmanis 1 (3). Varin skot: Helmuts Tihanovs 12/1 (39/5) 31%. Hraðaupphlaup: 4. Fiskuð víti: 2. Utan vallar: 14 mín. Dómarar: Marco Meyer og André Buache. Furðulegt dómarapar. Já, og lélegt.
Handbolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira