Tiger Woods er með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 5. desember 2010 10:29 Tiger Woods slær hér úr sandglompu á þriðja keppnisdegi Chevron mótsins. AP Tiger Woods heldur sínu striki á Chevron meistaramótinu í golfi og er hann með fjögurra högga forskot á Graeme McDowell frá Norður-Írlandi fyrir lokadaginn. Woods hefur ekki sigrað á golfmót á þessu ári en hann það hefur ekki gerst frá árinu 2001 að hann fer í gegnum heilt keppnisár án þess að landa sigri. Woods er á 17 höggum undir pari vallar en McDowell er á 13 höggum undir pari. „Ég hlakka til að hefja leik á morgun og ég finn að ég get haldið áfram að leika vel," sagði Woods í gær en hann er í öðru sæti heimslistans á eftir Englendingnum Lee Westwood. Englendingurinn Paul Casey er þriðji á 9 höggum undir pari en hann fór holu í höggi á öðrum keppnisdegi en þar sló hann boltann ofaní holuna af teig með 7-járni.Rpry McIlroy frá Norður-Írlandi gerði stór mistök á 18. braut þar sem hann lék á 7 höggum eða þremur höggum yfir par. Síðasta braut vallarins hefur farið illa með McIlroy en sem lék hana á 6 höggum á öðrum keppnisdegi mótsins. Hann er í 4.-7. sæti á 7 höggum undir pari.Staðan fyrir lokadaginn: Tiger Woods -17 Graeme McDowell -13 Paul Casey -9 Rory McIlroy -7 Sean O'Hair -7 Hunter Mahan -7 Luke Donald -7 Ian Poulter -6 Nick Watney -6 Zach Johnson -4 Stewart Cink -4 Jim Furyk par Steve Stricker+ 2 Anthony Kim + 3 Bubba Watson + 3 Matt Kuchar+ 4 Dustin Johnson + 5 Camilo Villegas + 5Graeme McDowell frá Norður-Írlandi.APMótið er ávallt haldið á Sherwood vellinum í Kaliforníu en völlurinn er hannaður af Jack Nicklaus. Fyrsta móti fór fram árið 1999 og var haldið á Grayhawk vellinum í Arizona og þar léku aðeins 16 kylfingar. Til samanburðar má nefna að á venjulegu PGA móti eru yfirleitt 150 kylfingar sem taka þátt. Eins og áður segir er Tiger Woods aðalhvatamaðurinn að þessu móti og hefur honum tekist bærilega að fá bestu kylfinga heims til þess að taka þátt. Verðlaunaféð er í sérflokki en gestgjafinn hefur gefið styrktarstjóði sínum allt verðlaunaféð sem hann hefur unnið á þessu móti frá upphafi.Sigurvegurum stórmótana fjögurra er ávallt boðið ásamt stigahæstu kylfingum heimslistans. Þar að auki býður styrktarsjóður Woods fjórum kylfingum á mótið.Frá árinu 2009 hefur mótið verið formlegur hluti af stigakerfi heimslistans en mótið sjálft telst ekki vera hluti af bandarísku PGA mótaröðinni. Golf Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Leik lokið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Sjá meira
Tiger Woods heldur sínu striki á Chevron meistaramótinu í golfi og er hann með fjögurra högga forskot á Graeme McDowell frá Norður-Írlandi fyrir lokadaginn. Woods hefur ekki sigrað á golfmót á þessu ári en hann það hefur ekki gerst frá árinu 2001 að hann fer í gegnum heilt keppnisár án þess að landa sigri. Woods er á 17 höggum undir pari vallar en McDowell er á 13 höggum undir pari. „Ég hlakka til að hefja leik á morgun og ég finn að ég get haldið áfram að leika vel," sagði Woods í gær en hann er í öðru sæti heimslistans á eftir Englendingnum Lee Westwood. Englendingurinn Paul Casey er þriðji á 9 höggum undir pari en hann fór holu í höggi á öðrum keppnisdegi en þar sló hann boltann ofaní holuna af teig með 7-járni.Rpry McIlroy frá Norður-Írlandi gerði stór mistök á 18. braut þar sem hann lék á 7 höggum eða þremur höggum yfir par. Síðasta braut vallarins hefur farið illa með McIlroy en sem lék hana á 6 höggum á öðrum keppnisdegi mótsins. Hann er í 4.-7. sæti á 7 höggum undir pari.Staðan fyrir lokadaginn: Tiger Woods -17 Graeme McDowell -13 Paul Casey -9 Rory McIlroy -7 Sean O'Hair -7 Hunter Mahan -7 Luke Donald -7 Ian Poulter -6 Nick Watney -6 Zach Johnson -4 Stewart Cink -4 Jim Furyk par Steve Stricker+ 2 Anthony Kim + 3 Bubba Watson + 3 Matt Kuchar+ 4 Dustin Johnson + 5 Camilo Villegas + 5Graeme McDowell frá Norður-Írlandi.APMótið er ávallt haldið á Sherwood vellinum í Kaliforníu en völlurinn er hannaður af Jack Nicklaus. Fyrsta móti fór fram árið 1999 og var haldið á Grayhawk vellinum í Arizona og þar léku aðeins 16 kylfingar. Til samanburðar má nefna að á venjulegu PGA móti eru yfirleitt 150 kylfingar sem taka þátt. Eins og áður segir er Tiger Woods aðalhvatamaðurinn að þessu móti og hefur honum tekist bærilega að fá bestu kylfinga heims til þess að taka þátt. Verðlaunaféð er í sérflokki en gestgjafinn hefur gefið styrktarstjóði sínum allt verðlaunaféð sem hann hefur unnið á þessu móti frá upphafi.Sigurvegurum stórmótana fjögurra er ávallt boðið ásamt stigahæstu kylfingum heimslistans. Þar að auki býður styrktarsjóður Woods fjórum kylfingum á mótið.Frá árinu 2009 hefur mótið verið formlegur hluti af stigakerfi heimslistans en mótið sjálft telst ekki vera hluti af bandarísku PGA mótaröðinni.
Golf Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Leik lokið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Sjá meira