Innlent

Fordæmisgildi vaxtadómsins takmarkað

Lýsing segir að það hafi alltaf legið fyrir að dómnum yrði áfrýjað til Hæstaréttar óháð því hver niðurstaðan yrði.
Lýsing segir að það hafi alltaf legið fyrir að dómnum yrði áfrýjað til Hæstaréttar óháð því hver niðurstaðan yrði.
Í tilkynningu frá Lýsingu segir að fyrirtækið telji fordæmisgildi dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá því morgun, þar sem miðað skuli við óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands, takmarkað vegna þess að það lá fyrir áður en málið var höfðað að dómnum yrði áfrýjað til Hæstaréttar óháð því hver niðurstaðan yrði.

„Mikilvægi þessa dóms felst fyrst og fremst í því að dómurinn er nauðsynlegur áfangi til að ná fram endanlegri niðurstöðu í þessu mikilvæga máli," segir í tilkynningunni.

Niðurstaðan muni þó ekki liggja fyrir fyrr en Hæstiréttur hefur kveðið upp sinn dóm, en vonir standa til þess að það geti orðið nú í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×