Innlent

Gæsluvarðhald yfir Magnúsi rennur út á morgun

Gæsluvarðahaldið yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrvernadi bankastjóri Kaupþings í Lúxembúrg rennur út á morgun. Magnús var handtekinn á fimmtudaginn í síðustu viku og úrskurðaður í 7 daga gæsluvarðhald daginn eftir.

Varðhaldið rennur því út á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður Magnús yfirheyrður í dag og í fyrramálið. Í framhaldi af því tekur sérstakur saksóknari ákvörðun um hvort krafist verður áframhaldandi gæsluvarðhalds eða farbanns.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×