Sport

Gæðablak í Digranesi

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Íslandsmeistaralið HK.
Íslandsmeistaralið HK. Heimasíða HK.

Norðurlandakeppni félagsliða í blaki kvenna hefst í kvöld í Digranesi þar sem að Íslandsmeistaralið HK keppir fyrir Íslands hönd gegn liðum frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni er haldin hér á landi.

Íslenskt lið hefur ekki tekið þátt í þessari keppni frá árinu 2007. Sigurvegarinn úr b-riðlinum sem fram fer í Kópavogi kemst í úrslitin ásamt sigurvegurum úr A og C riðli. Það lið sem er með besta árangurinn af þeim liðum sem endar í öðru sæti í riðlunum þremur kemst einnig í úrslit.

Þátttökuliðin koma frá Holte í Danmörku, Katrineholm í Svíþjóð og Koll í Noregi ásamt HK.

Katrineholm er í efsta sæti sænsku deildarinnar þessa stundina og Holte endaði í öðru sæti í dönsku deildinni á síðasta keppnistímabili en með því liði leikur Elsa Sæný Valgeirsdóttir.



Dagskrá keppninnar:


Föstudagur 5. nóv.

18.00 Holte - Koll

20.00 Katrineholm - HK

Laugardagur 6. nóv.

14.00 HK - Koll

16.00 Katrineholm - Holte

Sunnudagur 7. nóv.

10.00 HK - Holte

12.00 Koll - Katrineholm








Fleiri fréttir

Sjá meira


×