Júlíus: Vitum að þetta verður erfitt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2010 06:00 Júlíus Jónasson, þjálfari íslenska landsliðsins. Júlíus Jónasson á von á tveimur mjög erfiðum leikjum þegar að Ísland mætir svokölluðu „B-landsliði" Noregs í Mýrinni í Garðabæ um helgina. Fyrri leikurinn fer fram í dag klukkan 16.00 og sá síðari á morgun klukkan 14.00. Frítt er inn á báða leikina. „Þó svo að þetta heiti B-lið Noregs þá eru þetta mjög sterkir leikmenn," sagði Júlíus. „Það er mikið af stelpum úr U-20 liði Noregs í þessu liði en það er ríkjandi heimsmeistari í þessum aldursflokki. Þá eru líka aðrir leikmenn í liðinu sem hafa verið við það að komast í A-liðið." „Noregur er ein af bestu þjóðum heims í kvennahandbolta og við erum að spila við gríðarlega öflugt lið. Þetta verða erfiður leikir og við vitum það. Við förum inn í þá með því hugarfari." Júlíus segir að þessir leikir séu kærkomnir fyrir íslenska landsliðið sem er nú að undirbúa sig fyrir lokakeppni EM sem haldin verður í Danmörku í desember. „Það er ekki langt síðan að það var ákveðið að hafa þessa leiki og það er sérstaklega gleðilegt fyrir okkur þar sem að leikirnir fara ekki fram á alþjóðlegum leikdögum. Það var einni umferð í N1-deild kvenna frestað til að koma liðinu saman nú." Norska deildin er einnig í fríi en það er enn verið að spila í Svíþjóð og Danmörku. Af þeim sökum gátu þær Rut Jónsdóttir (Team Tvis, Danmörku) og Harpu Sif Eyjólfsdóttir (Spårvagen, Svíþjóð) ekki verið með landsliðinu nú Ísland tók þátt í æfingamóti í Hollandi í lok september þar sem liðið tapaði öllum sínum leikjum með nokkrum myndarlegum mun. „Auðvitað var það ekki æskilegt og við hefðum viljað eðlileg úrslit og betri. En við vorum 3-4 vikum á eftir hinum liðunum þar sem deildarkeppnin í þessum löndum var byrjuð en okkar byrjaði ekki fyrr en í október." „Allir leikmenn gerðu sér grein fyrir þessu og það var augljós munur á liðunum. Mér líst miklu betur á liðið nú og það er greinilegt að leikmenn eru komnir lengra á veg. Þar að auki vorum við að spila upp fyrir okkur eins og við höfum oft áður gert á svona æfingamótum og það er því yfirleitt talsvert á brattann að sækja fyrir okkur." „En þegar uppi er staðið tel ég að við höfum grætt á því. Við vorum í eðlilegum riðli í undankeppninni en komust í gegnum hana." Júlíus er því nokkur ánægður með stöðu liðsins í dag og líst vel á framhaldið. „Mér líst vel á að fá þessa leiki enda gott að spila sem mest. Þetta verður vissulega erfitt en leikmenn munu leggja þeim mun harðar að sér." Handbolti Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Júlíus Jónasson á von á tveimur mjög erfiðum leikjum þegar að Ísland mætir svokölluðu „B-landsliði" Noregs í Mýrinni í Garðabæ um helgina. Fyrri leikurinn fer fram í dag klukkan 16.00 og sá síðari á morgun klukkan 14.00. Frítt er inn á báða leikina. „Þó svo að þetta heiti B-lið Noregs þá eru þetta mjög sterkir leikmenn," sagði Júlíus. „Það er mikið af stelpum úr U-20 liði Noregs í þessu liði en það er ríkjandi heimsmeistari í þessum aldursflokki. Þá eru líka aðrir leikmenn í liðinu sem hafa verið við það að komast í A-liðið." „Noregur er ein af bestu þjóðum heims í kvennahandbolta og við erum að spila við gríðarlega öflugt lið. Þetta verða erfiður leikir og við vitum það. Við förum inn í þá með því hugarfari." Júlíus segir að þessir leikir séu kærkomnir fyrir íslenska landsliðið sem er nú að undirbúa sig fyrir lokakeppni EM sem haldin verður í Danmörku í desember. „Það er ekki langt síðan að það var ákveðið að hafa þessa leiki og það er sérstaklega gleðilegt fyrir okkur þar sem að leikirnir fara ekki fram á alþjóðlegum leikdögum. Það var einni umferð í N1-deild kvenna frestað til að koma liðinu saman nú." Norska deildin er einnig í fríi en það er enn verið að spila í Svíþjóð og Danmörku. Af þeim sökum gátu þær Rut Jónsdóttir (Team Tvis, Danmörku) og Harpu Sif Eyjólfsdóttir (Spårvagen, Svíþjóð) ekki verið með landsliðinu nú Ísland tók þátt í æfingamóti í Hollandi í lok september þar sem liðið tapaði öllum sínum leikjum með nokkrum myndarlegum mun. „Auðvitað var það ekki æskilegt og við hefðum viljað eðlileg úrslit og betri. En við vorum 3-4 vikum á eftir hinum liðunum þar sem deildarkeppnin í þessum löndum var byrjuð en okkar byrjaði ekki fyrr en í október." „Allir leikmenn gerðu sér grein fyrir þessu og það var augljós munur á liðunum. Mér líst miklu betur á liðið nú og það er greinilegt að leikmenn eru komnir lengra á veg. Þar að auki vorum við að spila upp fyrir okkur eins og við höfum oft áður gert á svona æfingamótum og það er því yfirleitt talsvert á brattann að sækja fyrir okkur." „En þegar uppi er staðið tel ég að við höfum grætt á því. Við vorum í eðlilegum riðli í undankeppninni en komust í gegnum hana." Júlíus er því nokkur ánægður með stöðu liðsins í dag og líst vel á framhaldið. „Mér líst vel á að fá þessa leiki enda gott að spila sem mest. Þetta verður vissulega erfitt en leikmenn munu leggja þeim mun harðar að sér."
Handbolti Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira