Júlíus: Vitum að þetta verður erfitt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2010 06:00 Júlíus Jónasson, þjálfari íslenska landsliðsins. Júlíus Jónasson á von á tveimur mjög erfiðum leikjum þegar að Ísland mætir svokölluðu „B-landsliði" Noregs í Mýrinni í Garðabæ um helgina. Fyrri leikurinn fer fram í dag klukkan 16.00 og sá síðari á morgun klukkan 14.00. Frítt er inn á báða leikina. „Þó svo að þetta heiti B-lið Noregs þá eru þetta mjög sterkir leikmenn," sagði Júlíus. „Það er mikið af stelpum úr U-20 liði Noregs í þessu liði en það er ríkjandi heimsmeistari í þessum aldursflokki. Þá eru líka aðrir leikmenn í liðinu sem hafa verið við það að komast í A-liðið." „Noregur er ein af bestu þjóðum heims í kvennahandbolta og við erum að spila við gríðarlega öflugt lið. Þetta verða erfiður leikir og við vitum það. Við förum inn í þá með því hugarfari." Júlíus segir að þessir leikir séu kærkomnir fyrir íslenska landsliðið sem er nú að undirbúa sig fyrir lokakeppni EM sem haldin verður í Danmörku í desember. „Það er ekki langt síðan að það var ákveðið að hafa þessa leiki og það er sérstaklega gleðilegt fyrir okkur þar sem að leikirnir fara ekki fram á alþjóðlegum leikdögum. Það var einni umferð í N1-deild kvenna frestað til að koma liðinu saman nú." Norska deildin er einnig í fríi en það er enn verið að spila í Svíþjóð og Danmörku. Af þeim sökum gátu þær Rut Jónsdóttir (Team Tvis, Danmörku) og Harpu Sif Eyjólfsdóttir (Spårvagen, Svíþjóð) ekki verið með landsliðinu nú Ísland tók þátt í æfingamóti í Hollandi í lok september þar sem liðið tapaði öllum sínum leikjum með nokkrum myndarlegum mun. „Auðvitað var það ekki æskilegt og við hefðum viljað eðlileg úrslit og betri. En við vorum 3-4 vikum á eftir hinum liðunum þar sem deildarkeppnin í þessum löndum var byrjuð en okkar byrjaði ekki fyrr en í október." „Allir leikmenn gerðu sér grein fyrir þessu og það var augljós munur á liðunum. Mér líst miklu betur á liðið nú og það er greinilegt að leikmenn eru komnir lengra á veg. Þar að auki vorum við að spila upp fyrir okkur eins og við höfum oft áður gert á svona æfingamótum og það er því yfirleitt talsvert á brattann að sækja fyrir okkur." „En þegar uppi er staðið tel ég að við höfum grætt á því. Við vorum í eðlilegum riðli í undankeppninni en komust í gegnum hana." Júlíus er því nokkur ánægður með stöðu liðsins í dag og líst vel á framhaldið. „Mér líst vel á að fá þessa leiki enda gott að spila sem mest. Þetta verður vissulega erfitt en leikmenn munu leggja þeim mun harðar að sér." Handbolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sjá meira
Júlíus Jónasson á von á tveimur mjög erfiðum leikjum þegar að Ísland mætir svokölluðu „B-landsliði" Noregs í Mýrinni í Garðabæ um helgina. Fyrri leikurinn fer fram í dag klukkan 16.00 og sá síðari á morgun klukkan 14.00. Frítt er inn á báða leikina. „Þó svo að þetta heiti B-lið Noregs þá eru þetta mjög sterkir leikmenn," sagði Júlíus. „Það er mikið af stelpum úr U-20 liði Noregs í þessu liði en það er ríkjandi heimsmeistari í þessum aldursflokki. Þá eru líka aðrir leikmenn í liðinu sem hafa verið við það að komast í A-liðið." „Noregur er ein af bestu þjóðum heims í kvennahandbolta og við erum að spila við gríðarlega öflugt lið. Þetta verða erfiður leikir og við vitum það. Við förum inn í þá með því hugarfari." Júlíus segir að þessir leikir séu kærkomnir fyrir íslenska landsliðið sem er nú að undirbúa sig fyrir lokakeppni EM sem haldin verður í Danmörku í desember. „Það er ekki langt síðan að það var ákveðið að hafa þessa leiki og það er sérstaklega gleðilegt fyrir okkur þar sem að leikirnir fara ekki fram á alþjóðlegum leikdögum. Það var einni umferð í N1-deild kvenna frestað til að koma liðinu saman nú." Norska deildin er einnig í fríi en það er enn verið að spila í Svíþjóð og Danmörku. Af þeim sökum gátu þær Rut Jónsdóttir (Team Tvis, Danmörku) og Harpu Sif Eyjólfsdóttir (Spårvagen, Svíþjóð) ekki verið með landsliðinu nú Ísland tók þátt í æfingamóti í Hollandi í lok september þar sem liðið tapaði öllum sínum leikjum með nokkrum myndarlegum mun. „Auðvitað var það ekki æskilegt og við hefðum viljað eðlileg úrslit og betri. En við vorum 3-4 vikum á eftir hinum liðunum þar sem deildarkeppnin í þessum löndum var byrjuð en okkar byrjaði ekki fyrr en í október." „Allir leikmenn gerðu sér grein fyrir þessu og það var augljós munur á liðunum. Mér líst miklu betur á liðið nú og það er greinilegt að leikmenn eru komnir lengra á veg. Þar að auki vorum við að spila upp fyrir okkur eins og við höfum oft áður gert á svona æfingamótum og það er því yfirleitt talsvert á brattann að sækja fyrir okkur." „En þegar uppi er staðið tel ég að við höfum grætt á því. Við vorum í eðlilegum riðli í undankeppninni en komust í gegnum hana." Júlíus er því nokkur ánægður með stöðu liðsins í dag og líst vel á framhaldið. „Mér líst vel á að fá þessa leiki enda gott að spila sem mest. Þetta verður vissulega erfitt en leikmenn munu leggja þeim mun harðar að sér."
Handbolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sjá meira