Þeirra eigin orð II 26. ágúst 2010 06:00 Umræðan um hugsanlega aðild okkar Íslendinga að ESB er lífleg um þessar mundir. Hún hefur kallað á skoðun heimilda um þau málefni, sem hæst ber í rökræðunni. Ég sagði hér nýlega frá því, að mér hefði fundist bera dálítið á milli þess, sem fram kom í „Tengsl Íslands og Evrópusambandsins", skýrslu Evrópunefndarinnar frá 2007, og málflutningi sumra nefndarmanna undanfarna mánuði. Önnur heimild barst mér nýlega og vakti svipaðar hugrenningar. Björn Bjarnason skrifaði þetta á „Evrópuvaktina" 28. júní sl.: „Aðild Íslands að ESB þýðir, að Íslendingar afsala sér forræði á sjávarauðlindinni og gera atlögu að eigin landbúnaði. Fleiri náttúruauðlindir eru í húfi." Hann og fleiri hafa hamast á þessum hræðsluáróðri í greinum sínum þar og víðar. Við sem aðhyllumst samningaleiðina, höfum undrast skrif þeirra og aðeins hefur verið ýjað að því, að þeir hafi gerst málsvarar sérhagsmuna. Svo vel vill til, að Björn Bjarnason hefur ekki ætíð talað svona, jafnvel mótmælt skrifum Morgunblaðsins í þessa veru. Það gerði hann í grein 10. mars 1992. Síðan hefur það eitt breyst í sjávarútvegsstefnu ESB, þá EB, að hún hefur heldur færst nær stefnu okkar. Umrædd grein Björns er ritdómur hans um bókina „Hin sameiginlega sjávarútvegsstefna Evrópubandalagsins" eftir Ketil Sigurjónsson, útg. 1991, og er byggð á lokaritgerð hans fyrir embættispróf í lögfræði. Björn skrifar m.a.: „Þegar rætt er um Ísland og Evrópubandalagið (EB) er því gjarnan slegið fram, að umræður um aðild að EB muni óhjákvæmilega stranda á sjávarútvegsstefnu Evrópubandalagsins. Hún sé þess eðlis, að við Íslendingar getum aldrei sætt okkur við hana. Má segja, að þetta sé orðið að viðtekinni skoðun hér og með því að halda henni á lofti sé talið auðvelt að slá vopnin úr höndum þeirra, sem mæla með umræðum um aðild Íslands að bandalaginu, svo að ekki sé minnst á þá, sem gerðust svo djarfir að hvetja til slíkrar aðildar. Til að staðfesta réttmæti þessara fullyrðinga nægir að vitna til Reykjavíkur-bréfs Morgunblaðsins, sem birtist 8. mars sl., en þar segir meðal annars: „Þeir Íslendingar, sem kunna að telja tímabært að taka upp viðræður um beina aðild að EB vegna afstöðu annarra Norðurlandaþjóða verða að svara því, hvernig þeir ætla að komast í kringum sjávarútvegsstefnu Evrópubandalagsins, sem er eins andstæð hagsmunum okkar Íslendinga og hugsast getur."" Þarna er talað eins og Nei-mennirnir gera í dag, en svo er það Björn Bjarnason, sem segir: „Ef marka má niðurstöður rannsókna innan Háskóla Íslands er sjávarútvegsstefna EB ekki eins andstæð íslenskum hagsmunum og margir hafa ætlað. Þeir, sem vilja kynnast þessari stefnu EB og átta sig á því, hvernig framkvæmd hennar hefur verið háttað, geta auðveldlega glöggvað sig á því í þessu riti, sem eðli málsins samkvæmt er ritað frá lögfræðilegum sjónarhóli. Sjávarútvegsstefna EB byggist að sjálfsögðu á Rómarsáttmálanum, stjórnarskrá bandalagsins, eins og aðrir sameiginlegir réttargjörningar bandalagsþjóðanna. Sjávarútvegsstefnan er hins vegar ekki njörvuð niður með sama hætti og aðrar mikilvægar og stefnumarkandi ákvarðanir um atvinnuvegi bandalagsþjóðanna. Á það ekki síst rætur að rekja til þess, að upphaflega voru það meginlandsþjóðir Evrópu, sem stofnuðu EB, og þær voru ekkert sérstaklega með hugann við sjávarútveg. Þetta breyttist þegar áhugi vaknaði í Danmörku og Bretlandi á aðild að EB og til undirbúnings henni var hafist handa við að móta hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu á árinu 1970. Varð stefnan ekki til í þeirri mynd, sem við þekkjum hana, fyrr en 1983." Björn bendir enn fremur á, að undir lok bókar sinnar lítur Ketill Sigurjónsson á sjávarútvegsstefnu EB frá sjónarhóli Íslendings og veltir því fyrir sér, hvernig staðan væri, ef Ísland ætti aðild að EB. Ketill nefnir þar t.d., að fiskveiðistjórnun hafi tekist betur á Íslandsmiðum en innan EB-lögsögunnar. Innan EB sé nú forgangsverkefni að bæta eftirlit með fiskveiðum og auka hagkvæmni í útgerð. Loks fengi Ísland verulega fjárstyrki til eftirlits á Íslandsmiðum og væntanlega einnig til að byggja upp atvinnuvegi samkvæmt byggðastefnu EB. Að lokum segir Björn: „Ástæða er til að minna á þá staðreynd, að við útfærslu landhelginnar hafa Íslendingar ætíð byggt á vísindalegum rökum og skírskotun til alþjóðaréttar. Að baki stefnumörkunar á þeim vettvangi lá fræðilegt álit til styrktar hinum pólitísku ákvörðunum. Sé ætlunin að hefja frekari viðræður við EB-ríki um íslenska sjávarútvegshagsmuni verður málstaður Íslands að byggjast á fræðilegum grunni og víðtækri þekkingu á EB-rétti og framkvæmd hans. Hann klykkir svo út með því að segja: „Í ritgerð Ketils Sigurjónssonar er að finna svör við því, hvernig Íslendingar kynnu að geta gætt mikilvægustu hagsmuna sinna í aðildarviðræðum við Evrópubandalagið." Ég er svo innilega sammála Birni, í þessum ritdómi hans. En jafnframt undrast ég mjög hans eigin orð í dag, þau sem ég vitnaði til hér að upphafi: „Aðild Íslands að ESB þýðir, að Íslendingar afsala sér forræði á sjávarauðlindinni og gera atlögu að eigin landbúnaði. Fleiri náttúruauðlindir eru í húfi." Og ég spyr enn: Af hverju má ekki reyna samninga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Umræðan um hugsanlega aðild okkar Íslendinga að ESB er lífleg um þessar mundir. Hún hefur kallað á skoðun heimilda um þau málefni, sem hæst ber í rökræðunni. Ég sagði hér nýlega frá því, að mér hefði fundist bera dálítið á milli þess, sem fram kom í „Tengsl Íslands og Evrópusambandsins", skýrslu Evrópunefndarinnar frá 2007, og málflutningi sumra nefndarmanna undanfarna mánuði. Önnur heimild barst mér nýlega og vakti svipaðar hugrenningar. Björn Bjarnason skrifaði þetta á „Evrópuvaktina" 28. júní sl.: „Aðild Íslands að ESB þýðir, að Íslendingar afsala sér forræði á sjávarauðlindinni og gera atlögu að eigin landbúnaði. Fleiri náttúruauðlindir eru í húfi." Hann og fleiri hafa hamast á þessum hræðsluáróðri í greinum sínum þar og víðar. Við sem aðhyllumst samningaleiðina, höfum undrast skrif þeirra og aðeins hefur verið ýjað að því, að þeir hafi gerst málsvarar sérhagsmuna. Svo vel vill til, að Björn Bjarnason hefur ekki ætíð talað svona, jafnvel mótmælt skrifum Morgunblaðsins í þessa veru. Það gerði hann í grein 10. mars 1992. Síðan hefur það eitt breyst í sjávarútvegsstefnu ESB, þá EB, að hún hefur heldur færst nær stefnu okkar. Umrædd grein Björns er ritdómur hans um bókina „Hin sameiginlega sjávarútvegsstefna Evrópubandalagsins" eftir Ketil Sigurjónsson, útg. 1991, og er byggð á lokaritgerð hans fyrir embættispróf í lögfræði. Björn skrifar m.a.: „Þegar rætt er um Ísland og Evrópubandalagið (EB) er því gjarnan slegið fram, að umræður um aðild að EB muni óhjákvæmilega stranda á sjávarútvegsstefnu Evrópubandalagsins. Hún sé þess eðlis, að við Íslendingar getum aldrei sætt okkur við hana. Má segja, að þetta sé orðið að viðtekinni skoðun hér og með því að halda henni á lofti sé talið auðvelt að slá vopnin úr höndum þeirra, sem mæla með umræðum um aðild Íslands að bandalaginu, svo að ekki sé minnst á þá, sem gerðust svo djarfir að hvetja til slíkrar aðildar. Til að staðfesta réttmæti þessara fullyrðinga nægir að vitna til Reykjavíkur-bréfs Morgunblaðsins, sem birtist 8. mars sl., en þar segir meðal annars: „Þeir Íslendingar, sem kunna að telja tímabært að taka upp viðræður um beina aðild að EB vegna afstöðu annarra Norðurlandaþjóða verða að svara því, hvernig þeir ætla að komast í kringum sjávarútvegsstefnu Evrópubandalagsins, sem er eins andstæð hagsmunum okkar Íslendinga og hugsast getur."" Þarna er talað eins og Nei-mennirnir gera í dag, en svo er það Björn Bjarnason, sem segir: „Ef marka má niðurstöður rannsókna innan Háskóla Íslands er sjávarútvegsstefna EB ekki eins andstæð íslenskum hagsmunum og margir hafa ætlað. Þeir, sem vilja kynnast þessari stefnu EB og átta sig á því, hvernig framkvæmd hennar hefur verið háttað, geta auðveldlega glöggvað sig á því í þessu riti, sem eðli málsins samkvæmt er ritað frá lögfræðilegum sjónarhóli. Sjávarútvegsstefna EB byggist að sjálfsögðu á Rómarsáttmálanum, stjórnarskrá bandalagsins, eins og aðrir sameiginlegir réttargjörningar bandalagsþjóðanna. Sjávarútvegsstefnan er hins vegar ekki njörvuð niður með sama hætti og aðrar mikilvægar og stefnumarkandi ákvarðanir um atvinnuvegi bandalagsþjóðanna. Á það ekki síst rætur að rekja til þess, að upphaflega voru það meginlandsþjóðir Evrópu, sem stofnuðu EB, og þær voru ekkert sérstaklega með hugann við sjávarútveg. Þetta breyttist þegar áhugi vaknaði í Danmörku og Bretlandi á aðild að EB og til undirbúnings henni var hafist handa við að móta hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu á árinu 1970. Varð stefnan ekki til í þeirri mynd, sem við þekkjum hana, fyrr en 1983." Björn bendir enn fremur á, að undir lok bókar sinnar lítur Ketill Sigurjónsson á sjávarútvegsstefnu EB frá sjónarhóli Íslendings og veltir því fyrir sér, hvernig staðan væri, ef Ísland ætti aðild að EB. Ketill nefnir þar t.d., að fiskveiðistjórnun hafi tekist betur á Íslandsmiðum en innan EB-lögsögunnar. Innan EB sé nú forgangsverkefni að bæta eftirlit með fiskveiðum og auka hagkvæmni í útgerð. Loks fengi Ísland verulega fjárstyrki til eftirlits á Íslandsmiðum og væntanlega einnig til að byggja upp atvinnuvegi samkvæmt byggðastefnu EB. Að lokum segir Björn: „Ástæða er til að minna á þá staðreynd, að við útfærslu landhelginnar hafa Íslendingar ætíð byggt á vísindalegum rökum og skírskotun til alþjóðaréttar. Að baki stefnumörkunar á þeim vettvangi lá fræðilegt álit til styrktar hinum pólitísku ákvörðunum. Sé ætlunin að hefja frekari viðræður við EB-ríki um íslenska sjávarútvegshagsmuni verður málstaður Íslands að byggjast á fræðilegum grunni og víðtækri þekkingu á EB-rétti og framkvæmd hans. Hann klykkir svo út með því að segja: „Í ritgerð Ketils Sigurjónssonar er að finna svör við því, hvernig Íslendingar kynnu að geta gætt mikilvægustu hagsmuna sinna í aðildarviðræðum við Evrópubandalagið." Ég er svo innilega sammála Birni, í þessum ritdómi hans. En jafnframt undrast ég mjög hans eigin orð í dag, þau sem ég vitnaði til hér að upphafi: „Aðild Íslands að ESB þýðir, að Íslendingar afsala sér forræði á sjávarauðlindinni og gera atlögu að eigin landbúnaði. Fleiri náttúruauðlindir eru í húfi." Og ég spyr enn: Af hverju má ekki reyna samninga?
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun