Slóvakar taka upp evru 1. janúar 2009 14:26 Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, sýnir stoltur evruseðlana í þinghúsinu. Mynd/AFP Slóvakar tóku upp evru í dag og varð landið þar með sextánda aðildarríki myntbandalags Evrópusambandsins. Allt að hundrað þúsund manns komu saman á aðaltorginu í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu í gærkvöldi í tilefni bæði áramótanna og myntbreytingarinnar. Þá var Robert Fico, forsætisráðherra landsins, einn fyrstur landsmanna til að taka sér seðlinn í hendur þegar hann tók út hundrað evrur úr hraðbanka þinghússins. Kórúnan, gjaldmiðill Slóvaka fram til þessa, verður í umferð til 16. þessa mánaðar, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Ríkisútvarpið segir Slóvaka telja evruupptökuna af hinu góða og hafa varið landið frá þeim óstöðugleika í gengismálum sem hrjáð hafi nágrannaríkin. Kórúnan var fasttengd evru í júlí á síðasta ári. Á sama tíma hefur gjaldmiðill Pólverja fallið um 24 prósent gagnvart evru en tékkneska kórúnan um ellefu prósent. Gjaldmiðlar annarra nágrannaríkja hafa fallið í kringum tíu prósent á sama tíma, samkvæmt upplýsingum Bloomberg-fréttaveitunnar. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Slóvakar tóku upp evru í dag og varð landið þar með sextánda aðildarríki myntbandalags Evrópusambandsins. Allt að hundrað þúsund manns komu saman á aðaltorginu í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu í gærkvöldi í tilefni bæði áramótanna og myntbreytingarinnar. Þá var Robert Fico, forsætisráðherra landsins, einn fyrstur landsmanna til að taka sér seðlinn í hendur þegar hann tók út hundrað evrur úr hraðbanka þinghússins. Kórúnan, gjaldmiðill Slóvaka fram til þessa, verður í umferð til 16. þessa mánaðar, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Ríkisútvarpið segir Slóvaka telja evruupptökuna af hinu góða og hafa varið landið frá þeim óstöðugleika í gengismálum sem hrjáð hafi nágrannaríkin. Kórúnan var fasttengd evru í júlí á síðasta ári. Á sama tíma hefur gjaldmiðill Pólverja fallið um 24 prósent gagnvart evru en tékkneska kórúnan um ellefu prósent. Gjaldmiðlar annarra nágrannaríkja hafa fallið í kringum tíu prósent á sama tíma, samkvæmt upplýsingum Bloomberg-fréttaveitunnar.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira