Viðskipti innlent

Skaðabótagreiðsla Sjóvár í Macau nemur 1,6 milljörðum

Skaðabætur þær sem Sjóvá þarf að greiða kínverska verktakafyrirtækinu Shun Tak vegna rifta á kaupsamningi um 68 lúxusíbúðir í Macau nema 100 milljónum HK dollara eða um 1,6 milljörðum kr. að því er segir á fréttaveitunni ChinaNewswires í dag.

Samkvæmt þessu er skaði Sjóvá af þessu verkefni tæpir 5 milljarðar kr. því áður hefur komið fram hjá Herði Arnarsyni forstjóra Sjóvá í samtali við Morgunblaðið að beint tap Sjóvá nemi 3,2 milljörðum kr. auk skaðabótanna.

Vísir greindi frá þessu máli í október s.l. þegar fjallað var um fyrirhugaða sölu Sjóvá á fyrrgreindum íbúðum á Bloomberg fréttaveitunni. Þá kom m.a. fram að hugsanlegir kaupendur ætluðu að halda að sér höndunum með að kaup því þeir reiknuðu með að verðið á íbúðunum myndi lækka töluvert á næstu vikum.

Þetta virðist hafa gengið eftir því á endanum neyddist Sjóvá til að rifta kaupsamningnum með fyrrgreindu tapi.

Þrátt fyrir tapið er Hörður Arnarson ánægður með að félagið sé laust undan samningnum.

Samkvæmt ChinaNewswire telur Goldman Sachs að Shun Tak geti hagnast verulega á því að selja íbúðirnar 68. Upphaflega voru þær keyptar á 4.410 HK dollara á ferfetið árið 2006. Í dag er hægt að fá 4.500 til 5.000 HK dollara fyrir ferfetið að mati Goldman Sachs.














Tengdar fréttir

Íslenskar eignir til sölu í Hong Kong og á Macau

Íslensk fyrirtæki og félög er að selja eignir sínar um allan heim og í dag greinir Bloomberg-fréttaveitan frá tveimur íslenskum eignumsem eru til sölu í Hong Kong og á Macau.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×