Evrópubankinn kastar bjarghring til Svíþjóðar 11. júní 2009 09:18 Evrópubankinn (ECB) hefur ákveðið að lána Svíþjóð 3 miljarða evra, eða um 540 milljarða kr. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að fjármálakreppan í Eystrasaltslöndunum verði enn verri en hún er þegar. Sænskir bankar hafa verið þeir umfangsmestu á lánamörkuðunum í Eystrasaltslöndunum, Lettlandi, Eistlandi og Litháen. Lánið sem Svíar fá frá ECB er ætlað til þess að aðstoða sænsku bankana við að standa af sér áfallið sem þeir hafa orðið fyrir eftir því sem fjármálakreppan hefur dýpkað í fyrrgreindum löndum að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Ástandið er sérstaklega slæmt í Lettlandi en landið rambar nú á barmi þjóðargjaldþrots. Sökum þessa hefur ECB veitt seðlabanka Lettlands sérstaka lánalínu, að vísu með veðum í evrueignum. Gengi latsins í Lettlandi hefur náð nokkrum stöðugleika í vikunni eftir að hafa verið í frjálsu falli um nokkurn tíma. Kom það í framhaldi af því að ríkisstjórn landsins tilkynnti um frekari sparnað í ríkisútgjöldunum upp á 500 milljón lats eða tæplega 130 milljarða kr. Vonast menn til að þetta dugi til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni brátt samþykkja aðstoð við landið upp á 1,4 milljarða evra eða rúmlega 250 milljarða kr. Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Evrópubankinn (ECB) hefur ákveðið að lána Svíþjóð 3 miljarða evra, eða um 540 milljarða kr. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að fjármálakreppan í Eystrasaltslöndunum verði enn verri en hún er þegar. Sænskir bankar hafa verið þeir umfangsmestu á lánamörkuðunum í Eystrasaltslöndunum, Lettlandi, Eistlandi og Litháen. Lánið sem Svíar fá frá ECB er ætlað til þess að aðstoða sænsku bankana við að standa af sér áfallið sem þeir hafa orðið fyrir eftir því sem fjármálakreppan hefur dýpkað í fyrrgreindum löndum að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Ástandið er sérstaklega slæmt í Lettlandi en landið rambar nú á barmi þjóðargjaldþrots. Sökum þessa hefur ECB veitt seðlabanka Lettlands sérstaka lánalínu, að vísu með veðum í evrueignum. Gengi latsins í Lettlandi hefur náð nokkrum stöðugleika í vikunni eftir að hafa verið í frjálsu falli um nokkurn tíma. Kom það í framhaldi af því að ríkisstjórn landsins tilkynnti um frekari sparnað í ríkisútgjöldunum upp á 500 milljón lats eða tæplega 130 milljarða kr. Vonast menn til að þetta dugi til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni brátt samþykkja aðstoð við landið upp á 1,4 milljarða evra eða rúmlega 250 milljarða kr.
Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira