Kreppir að hjá auðkýfingi 7. janúar 2009 00:01 Sir Tom Hunter Fjármálakreppan kom illa við skoska auðkýfinginn Sir Tom Hunter á nýliðnu ári. Hunter, sem gjarnan er kallaður ríkasti maður Skotlands og stefnir að því að gefa einn milljarð punda, jafnvirði 180 milljarða króna, til góðgerðamála á meðan hjarta hans slær, hefur fjárfest nokkuð með Baugi í Bretlandi í gegnum tíðina, svo sem í bresku versluninni House of Fraser og garðvörukeðjunni Wyevale Garden Centres. Þá átti hann helmingshlut í Jötun Holding, sem sat á tveggja prósenta hlut í gamla Glitni um tíma. Samkvæmt útreikningum skoska blaðsins Evening Times í fyrradag nam tap auðkýfingsins 250 milljónum punda, jafnvirði 44,5 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi, í fyrra. Hunter hefur nú þurft að horfa upp á verulega þynningu eignahluta sinna í tveimur garðvörukeðjum auk þess sem fataverslun hans fór í þrot í kringum áramótin. Svipaða sögu er að segja um fleiri eignir. Hann hefur nú selt villu sína í Suður-Frakklandi og snekkju til að eiga fyrir salti í grautinn og standa við skuldbindingar sínar. Hunter, sem er 47 ára, er þrátt fyrir allt ekki auralaus en breska dagblaðið Times segir verðmæti eigna hans nema 750 milljónum punda. - jab Markaðir Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fjármálakreppan kom illa við skoska auðkýfinginn Sir Tom Hunter á nýliðnu ári. Hunter, sem gjarnan er kallaður ríkasti maður Skotlands og stefnir að því að gefa einn milljarð punda, jafnvirði 180 milljarða króna, til góðgerðamála á meðan hjarta hans slær, hefur fjárfest nokkuð með Baugi í Bretlandi í gegnum tíðina, svo sem í bresku versluninni House of Fraser og garðvörukeðjunni Wyevale Garden Centres. Þá átti hann helmingshlut í Jötun Holding, sem sat á tveggja prósenta hlut í gamla Glitni um tíma. Samkvæmt útreikningum skoska blaðsins Evening Times í fyrradag nam tap auðkýfingsins 250 milljónum punda, jafnvirði 44,5 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi, í fyrra. Hunter hefur nú þurft að horfa upp á verulega þynningu eignahluta sinna í tveimur garðvörukeðjum auk þess sem fataverslun hans fór í þrot í kringum áramótin. Svipaða sögu er að segja um fleiri eignir. Hann hefur nú selt villu sína í Suður-Frakklandi og snekkju til að eiga fyrir salti í grautinn og standa við skuldbindingar sínar. Hunter, sem er 47 ára, er þrátt fyrir allt ekki auralaus en breska dagblaðið Times segir verðmæti eigna hans nema 750 milljónum punda. - jab
Markaðir Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira