Erlent

Bandarískir auðmenn játa skattsvik

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tæplega 15.000 bandarískir auðmenn hafa gefið sig fram og játað að hafa notað erlend skattaskjól til skattsvika. Játningarnar eru til komnar vegna aukinnar áherslu bandarískra skattyfirvalda á rannsókn slíkra mála og loforðs þeirra um að þeir, sem gefi sig fram innan ákveðinna tímamarka, hljóti vægari refsingu en lög gera ráð fyrir. Um er að ræða eignir sem faldar voru í rúmlega 70 löndum, gjarnan í Sviss og Mið-Austurlöndum, og skipta upphæðirnar milljörðum dollara. Lögfræðingur í New York segir í samtali við Reuters-fréttastofuna að bandarísk skattyfirvöld hafi aldrei fyrr fengið svo öflug viðbrögð við beiðni um að menn upplýsi um skattsvik sín.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×