Erlent

Skólabörn Jamies Olivers tóku miklum framförum

Óli Tynes skrifar
Jamie gaf skólamatnum þumalfingurinn niður.
Jamie gaf skólamatnum þumalfingurinn niður.

Skólabörnum í Greenwich í Bretlandi gengur betur í eðlisfræði og ensku eftir að áttatíu og einn skóli þar tók upp matseðil sem meistarakokkurinn Jamie Oliver setti saman.

Veikindadögum barnanna hefur einnig stórlega fækkað. Jamie Oliver hóf herferð sína gegn óhollu fæði í skólum árið 2004. Hann naut þá meðal annars stuðnings frá Tony Blair forsætisráðherra.

Þjóðfræðideild háskólans í Essex hefur fylgst með tilrauninni í Greenwich og hefur nú birt skýrslu sína sem er öll á þá leið að börnunum hafi stórlega farið fram bæði í námi og heilsu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×