Handbolti

Vignir heitur eftir Lionel Richie-tónleika

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vignir er heitur aðdáandi stórsöngvarans Lionel Richie.
Vignir er heitur aðdáandi stórsöngvarans Lionel Richie. Mynd/Stefán

Landsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson hitaði upp fyrir leik Lemgo gegn Dormagen í dag með því að skella sér á tónleika með Lionel Richie í gær.

Tónleikarnir virðast hafa kveikt vel í Vigni sem átti góðan leik í dag og skoraði þrjú mörk í 39-26 sigri Lemgo.

Minden vann góðan sigur á Magdeburg, 28-25, þar sem Gylfi Gylfason fór mikinn og skoraði 6 mörk fyrir Minden.

Einar Hólmgeirsson skoraði svo 5 mörk fyrir Grosswallstadt sem tapaði fyrir Balingen, 32-31.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×