Ófaranna hefnt í Makedóníu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. mars 2009 19:13 Það mun mikið mæða á Guðjóni Vali Sigurðssyni í kvöld. Mynd/Arnþór Ísland vann glæsilegan þriggja marka sigur á Makedóníu, 29-26, í undankeppni EM 2010 í handbolta. Ísland var án margra lykilmanna í kvöld en það kom ekki að sök. Ungu leikmennirnir, með Aron Pálmarsson fremstan í flokki, sáu til þess að Ísland vann sigur á erfiðum útivelli. Liðið er því enn taplaust í 3. riðli undankeppninnar - með fimm stig af sex mögulegum. Staðan í hálfleik var 13-10, Íslandi í vil, en Makedónía tókst um miðbik hálfleiksins að ná yfirhöndinni í leiknum. Íslensku leikmennirnir héldu hins vegar ró sinni og sigu hægt og rólega fram úr á lokamínútunum. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. 20.57 Leik lokið: Makedónía - Ísland 26-29 Aron klárar þennan leik með sínu fimmta marki í leiknum en hann skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkum Íslands. Þvílík frammistaða hjá drengnum á ögurstundu. Glæsilegur sigur staðreynd.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9/4 Aron Pálmarsson 5 Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 Snorri Steinn Guðjónsson 4/1 Þórir Ólafsson 3 Róbert Gunnarsson 2 Sigurbergur Sveinsson 1 Rúnar Kárason 1Varin skot: Björgvin Gústavsson 12/2 Hreiðar Guðmundsson 1 20.54 Makedónía - Ísland 26-28 Lazarov skorar enn eitt markið en þegar dómarar gefa merki um leiktöf í íslensku sókninni skorar Aron með langskoti. Glæsilegt hjá honum. En í næstu sókn missir Ísland Sverre út af með brottvísun. En þeir spila boltanum frá sér og Ísland fer í sókn!20.51 Makedónía - Ísland 25-27 Makedónar missa boltann þegar lína er dæmd á þá og Ásgeir Örn skorar úr hraðaupphlaupi. Gríðarlega gott og hann búinn að skora tvö af síðustu þremur mörkum Íslands. Heimamenn taka leikhlé.20.50 Makedónía - Ísland 25-26 Ótrúleg sókn. Ísland nærri búinn að missa boltann í tvígang en Aron náði að klófesta boltann á ögurstundu og dúndra honum í markið. Lítið eftir.20.49 Makedónía - Ísland 25-25 Makedónía hefði getað komist tveimur mörkum yfir en heimamenn fóru þá illa að ráði sínu. Ásgeir Örn skoraði með góðu gegnumbroti og Makedónía tapaði svo boltnum í næstu sókn. Ísland getur komist yfir. Afar mikilvægt.20.46 Makedónía - Ísland 25-24 Ísland var í yfirtölu og hefði getað komist yfir í stöðunni 24-24. En Aron lét verja frá sér og hinum megin skoraði Makedónía og Róbert þar að auki rekinn af velli í tvær mínútur. Fáeinar mínútur eftir.20.41 Makedónía - Ísland 23-22 Makedónía nú með frumkvæðið en Ísland átti þó möguleika að komast yfir í stöðunni 22-22. Sóknarleikurinn gengur ekki jafn vel og í fyrri hálfleik en það er mikil spenna í leiknum. Um átta mínútur eftir.20.35 Makedónía - Ísland 22-21 Heimamenn hafa skorað þrjú mörk í röð þó svo að Ísland hafi verið manni fleirri á kafla. Nú er Hreiðar kominn í markið þó svo að Björgvin hafi verið að standa vaktina vel. Tólf skot varin hjá honum, þar af tvö víti.20.30 Makedónía - Ísland 20-21 Tvö íslensk mörk í röð en Makedónía svarar. Þetta gengur ágætlega hjá Íslandi enda heimamenn verið að láta til sín taka. En það eru góðar fréttir fyrir íslenska liðið. Mitko Stoilov fékk sína þriðju brottvísun í leiknum og þar með rautt. Um 13 mínútur eftir af leiknum.20.26 Makedónía - Ísland 17-18 Slæmur leikkafli hjá íslenska liðinu. Rúnar skoraði fyrst gott mark en lét svo verja frá sér í dauðafæri. Aron tapaði svo boltanum og Makedónía jafnaði, 17-17, úr hraðaupphlaupi. Guðjón Valur svaraði með marki en hann hefur verið afar öflugur í leiknum.20.21 Makedónía - Ísland 15-16 Heimamenn ná að minnka muninn í eitt mark en það hefur verið mikill kraftur í þeim í síðari hálfleik. Varnarleikurinn þeirra er betri og íslenski sóknarleikurinn ekki jafn góður og í fyrri hálfleik.20.17 Makedónía - Ísland 12-15 Síðari hálfleikur byrjaður. Kiril Lazarov búinn að skora tvö mörk en Ísland hefur ávallt náð að svara.20.09 Hálfleikur Vísir getur nú greint frá markaskorurum Íslands í fyrri hálfleik. Þeir eru: Guðjón Valur Sigurðsson 4/1 Róbert Gunnarsson 2 Aron Pálmarsson 2 Snorri Steinn Guðjónsson 2/1 Sigurbergur Sveinsson 1 Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 Þórir Ólafsson 1 Varin skot: Björgvin Gústavsson 9/120.03 Makedónía - Ísland 10-13 Frábær endir á fyrri hálfleik. Einn leikmaður Makedóníu var kominn dauðafrír í gegn en Björgvin varði glæsilega frá honum. Hann var fljótur að koma boltanum fram á Guðjón Val sem skoraði á lokasekúndum hálfleiksins.19.59 Makedónía - Ísland 10-12 Það hefur lítið verið skorað en Björgvin heldur áfram að verja af stökustu prýði. Minnst átta boltar komnir hjá honum. Þýsku tvíburarnir sem eru dómarar leiksins eru hreint frábærir og hefur lítið borið á heimadómgæslu sem er jú gott fyrir íslenska liðið.19.55 Makedónía - Ísland 10-11 Þórir stal boltanum í vörninni og var einn gegn markverðinum í hraðaupphlaupinu. Með marki hefði hann getað komið Íslandi í 12-9 en þess í stað minnka heimamenn aftur muninn í eitt mark. Enn og aftur illa farið með góð færi sem er mikil synd.19.47 Makedónía - Ísland 8-9 Ísland náði alls að skora fimm mörk í röð þökk sé öflugum varnarleik og frábærri markvörslu Björgvins. Kiril Lazarov náði svo loksins að skora. Snorri Steinn átti möguleika á því að auka forystu Íslands í þrjú mörk en lét verja frá sér víti. Lazarov skoraði strax í kjölfarið og munurinn því eitt mark. Svekkjandi.19.43 Makedónía - Ísland 6-8 Makedónía tekur leikhlé enda er Ísland búið að skora fjögur mörk í röð og breyta stöðunni úr 6-4 í 6-8. Nú síðast skoraði Aron Pálmarsson með þrumuskoti. 19.42 Makedónía - Ísland 6-7 Ísland kemst yfir eftir að Björgvin varði víti frá Lazarov. Ísland þurfti þó þrjár sóknir til að komast yfir en það tókst á endanum. Makedónar virðast taugaóstyrkir.19.39 Makedónía - Ísland 6-6 Þar sem útsending Sjónvarps frá leiknum hófst ekki fyrr en í stöðunni 4-3 fyrir Makedóníu er erfitt að fullyrða nokkuð um gang leiksins fyrstu mínúturnar. Þetta hefur þó gengið ágætlega síðan þá og Björgvin varið tvö skot í markinu. Ísland náði í kjölfarið að jafna metin. 19.15 Velkomin til leiks! Nú ætti allt að vera til reiðu í Makedóníu og leikurinn fer senn að hefjast. Ísland er enn taplaust í riðlinum en þar sem liðið er án gríðarlega margra lykilmanna gæti róðurinn reynst þungur í kvöld. Makedónía náði hins vegar góðum árangri á HM í Króatíu og mæta því fullir sjálfstrausts í leikinn í kvöld. Þessi lið mættust einmitt í undankeppni HM í Króatíu þar sem Makedónía hafði betur eftir myndarlegan sigur á heimavelli. Það er þó nóg eftir ef leikurinn tapast í kvöld. Ísland leikur í 3. riðli undankeppninnar með Noregi, Eistlandi, Belgíu og auðvitað Makedóníu en efstu tvö liðin komast áfram í úrslitakeppnina. Handbolti Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Ísland vann glæsilegan þriggja marka sigur á Makedóníu, 29-26, í undankeppni EM 2010 í handbolta. Ísland var án margra lykilmanna í kvöld en það kom ekki að sök. Ungu leikmennirnir, með Aron Pálmarsson fremstan í flokki, sáu til þess að Ísland vann sigur á erfiðum útivelli. Liðið er því enn taplaust í 3. riðli undankeppninnar - með fimm stig af sex mögulegum. Staðan í hálfleik var 13-10, Íslandi í vil, en Makedónía tókst um miðbik hálfleiksins að ná yfirhöndinni í leiknum. Íslensku leikmennirnir héldu hins vegar ró sinni og sigu hægt og rólega fram úr á lokamínútunum. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. 20.57 Leik lokið: Makedónía - Ísland 26-29 Aron klárar þennan leik með sínu fimmta marki í leiknum en hann skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkum Íslands. Þvílík frammistaða hjá drengnum á ögurstundu. Glæsilegur sigur staðreynd.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9/4 Aron Pálmarsson 5 Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 Snorri Steinn Guðjónsson 4/1 Þórir Ólafsson 3 Róbert Gunnarsson 2 Sigurbergur Sveinsson 1 Rúnar Kárason 1Varin skot: Björgvin Gústavsson 12/2 Hreiðar Guðmundsson 1 20.54 Makedónía - Ísland 26-28 Lazarov skorar enn eitt markið en þegar dómarar gefa merki um leiktöf í íslensku sókninni skorar Aron með langskoti. Glæsilegt hjá honum. En í næstu sókn missir Ísland Sverre út af með brottvísun. En þeir spila boltanum frá sér og Ísland fer í sókn!20.51 Makedónía - Ísland 25-27 Makedónar missa boltann þegar lína er dæmd á þá og Ásgeir Örn skorar úr hraðaupphlaupi. Gríðarlega gott og hann búinn að skora tvö af síðustu þremur mörkum Íslands. Heimamenn taka leikhlé.20.50 Makedónía - Ísland 25-26 Ótrúleg sókn. Ísland nærri búinn að missa boltann í tvígang en Aron náði að klófesta boltann á ögurstundu og dúndra honum í markið. Lítið eftir.20.49 Makedónía - Ísland 25-25 Makedónía hefði getað komist tveimur mörkum yfir en heimamenn fóru þá illa að ráði sínu. Ásgeir Örn skoraði með góðu gegnumbroti og Makedónía tapaði svo boltnum í næstu sókn. Ísland getur komist yfir. Afar mikilvægt.20.46 Makedónía - Ísland 25-24 Ísland var í yfirtölu og hefði getað komist yfir í stöðunni 24-24. En Aron lét verja frá sér og hinum megin skoraði Makedónía og Róbert þar að auki rekinn af velli í tvær mínútur. Fáeinar mínútur eftir.20.41 Makedónía - Ísland 23-22 Makedónía nú með frumkvæðið en Ísland átti þó möguleika að komast yfir í stöðunni 22-22. Sóknarleikurinn gengur ekki jafn vel og í fyrri hálfleik en það er mikil spenna í leiknum. Um átta mínútur eftir.20.35 Makedónía - Ísland 22-21 Heimamenn hafa skorað þrjú mörk í röð þó svo að Ísland hafi verið manni fleirri á kafla. Nú er Hreiðar kominn í markið þó svo að Björgvin hafi verið að standa vaktina vel. Tólf skot varin hjá honum, þar af tvö víti.20.30 Makedónía - Ísland 20-21 Tvö íslensk mörk í röð en Makedónía svarar. Þetta gengur ágætlega hjá Íslandi enda heimamenn verið að láta til sín taka. En það eru góðar fréttir fyrir íslenska liðið. Mitko Stoilov fékk sína þriðju brottvísun í leiknum og þar með rautt. Um 13 mínútur eftir af leiknum.20.26 Makedónía - Ísland 17-18 Slæmur leikkafli hjá íslenska liðinu. Rúnar skoraði fyrst gott mark en lét svo verja frá sér í dauðafæri. Aron tapaði svo boltanum og Makedónía jafnaði, 17-17, úr hraðaupphlaupi. Guðjón Valur svaraði með marki en hann hefur verið afar öflugur í leiknum.20.21 Makedónía - Ísland 15-16 Heimamenn ná að minnka muninn í eitt mark en það hefur verið mikill kraftur í þeim í síðari hálfleik. Varnarleikurinn þeirra er betri og íslenski sóknarleikurinn ekki jafn góður og í fyrri hálfleik.20.17 Makedónía - Ísland 12-15 Síðari hálfleikur byrjaður. Kiril Lazarov búinn að skora tvö mörk en Ísland hefur ávallt náð að svara.20.09 Hálfleikur Vísir getur nú greint frá markaskorurum Íslands í fyrri hálfleik. Þeir eru: Guðjón Valur Sigurðsson 4/1 Róbert Gunnarsson 2 Aron Pálmarsson 2 Snorri Steinn Guðjónsson 2/1 Sigurbergur Sveinsson 1 Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 Þórir Ólafsson 1 Varin skot: Björgvin Gústavsson 9/120.03 Makedónía - Ísland 10-13 Frábær endir á fyrri hálfleik. Einn leikmaður Makedóníu var kominn dauðafrír í gegn en Björgvin varði glæsilega frá honum. Hann var fljótur að koma boltanum fram á Guðjón Val sem skoraði á lokasekúndum hálfleiksins.19.59 Makedónía - Ísland 10-12 Það hefur lítið verið skorað en Björgvin heldur áfram að verja af stökustu prýði. Minnst átta boltar komnir hjá honum. Þýsku tvíburarnir sem eru dómarar leiksins eru hreint frábærir og hefur lítið borið á heimadómgæslu sem er jú gott fyrir íslenska liðið.19.55 Makedónía - Ísland 10-11 Þórir stal boltanum í vörninni og var einn gegn markverðinum í hraðaupphlaupinu. Með marki hefði hann getað komið Íslandi í 12-9 en þess í stað minnka heimamenn aftur muninn í eitt mark. Enn og aftur illa farið með góð færi sem er mikil synd.19.47 Makedónía - Ísland 8-9 Ísland náði alls að skora fimm mörk í röð þökk sé öflugum varnarleik og frábærri markvörslu Björgvins. Kiril Lazarov náði svo loksins að skora. Snorri Steinn átti möguleika á því að auka forystu Íslands í þrjú mörk en lét verja frá sér víti. Lazarov skoraði strax í kjölfarið og munurinn því eitt mark. Svekkjandi.19.43 Makedónía - Ísland 6-8 Makedónía tekur leikhlé enda er Ísland búið að skora fjögur mörk í röð og breyta stöðunni úr 6-4 í 6-8. Nú síðast skoraði Aron Pálmarsson með þrumuskoti. 19.42 Makedónía - Ísland 6-7 Ísland kemst yfir eftir að Björgvin varði víti frá Lazarov. Ísland þurfti þó þrjár sóknir til að komast yfir en það tókst á endanum. Makedónar virðast taugaóstyrkir.19.39 Makedónía - Ísland 6-6 Þar sem útsending Sjónvarps frá leiknum hófst ekki fyrr en í stöðunni 4-3 fyrir Makedóníu er erfitt að fullyrða nokkuð um gang leiksins fyrstu mínúturnar. Þetta hefur þó gengið ágætlega síðan þá og Björgvin varið tvö skot í markinu. Ísland náði í kjölfarið að jafna metin. 19.15 Velkomin til leiks! Nú ætti allt að vera til reiðu í Makedóníu og leikurinn fer senn að hefjast. Ísland er enn taplaust í riðlinum en þar sem liðið er án gríðarlega margra lykilmanna gæti róðurinn reynst þungur í kvöld. Makedónía náði hins vegar góðum árangri á HM í Króatíu og mæta því fullir sjálfstrausts í leikinn í kvöld. Þessi lið mættust einmitt í undankeppni HM í Króatíu þar sem Makedónía hafði betur eftir myndarlegan sigur á heimavelli. Það er þó nóg eftir ef leikurinn tapast í kvöld. Ísland leikur í 3. riðli undankeppninnar með Noregi, Eistlandi, Belgíu og auðvitað Makedóníu en efstu tvö liðin komast áfram í úrslitakeppnina.
Handbolti Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira