Viðskipti innlent

Fitch lýkur brátt endurskoðun á lánshæfi ríkissjóðs

Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings mun ljúka endurskoðun sinni á lánshæfi ríkisjóðs um miðjan þennan mánuð, segir Paul Rawkins sérfræðingur hjá Fitch í viðtali við Reuters fréttastofuna.

Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að lánshæfismat ríkissjóðs hefur verið á neikvæðum horfum hjá Fitch frá því í bankahrunið skall á síðastliðið haust og er einkunn ríkisjóðs fyrir skuldbindingar sjóðsins í erlendri mynt til lengri tíma nú BBB- sem er jafnframt lægsta stig í svokölluðum fjárfestingaflokki í einkunnakerfis Fitch.

Lækki einkunn ríkisjóðs meira fellur hún niður í áhættuflokk sem endurspeglar óviðunandi áhættustig og vafasama greiðslugetu. Í kjölfar endurskoðunarinnar verður ákvörðun tekin um hvort lánshæfi Íslands lækki niður í áhættuflokk en ljóst er að slík lækkun myndi hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir möguleika ríkisjóðs á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum sem og á öll íslensk fyrirtæki og stofnanir sem þurfa á alþjóðlegri fjármögnun að halda.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×