Viðskipti innlent

Heildarvelta kreditkorta minnkaði um 8% milli ára í júní

Heildarvelta kreditkorta í júnímánuði var 25,5 milljarðar kr. samanborið við 27,7 milljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 8% samdráttur milli ára.

Heildarvelta kreditkorta jókst um 14% í júní miðað við mánuðinn á undan. Debetkortavelta var í júní 34,0 milljarða kr. sem var 10% aukning frá fyrri mánuði. Sé heildardebetkortavelta júnímánaðar borin saman við sama tíma í fyrra er veltan nánast óbreytt milli ára.

Verið er að endurskoða í samstarfi við kortafyrirtækin tölur vegna veltu erlenda greiðslukorta hérlendis.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×