Viðskipti innlent

Samið við Bresku Jómfrúreyjar um upplýsingamiðlun

Norrænu ríkin ætla að halda áfram samstarfi til að stöðva undanskot til svokallaðra skattaparadísa. Á blaðamannafundi í gær maí undirrituðu fulltrúar allra landanna samning við Bresku Jómfrúreyjarnar um upplýsingamiðlun.

„Gírug fyrirtæki og einstaklingar eiga ekki lengur að geta staðið utan við samfélagið og grafið undan alþjóðlegum leikreglum um samkeppni og uppbyggingu velferðarsamfélagsins.," sagði Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar við undirritun samningsins við Bresku Jómfrúreyjarnar.

„Þess vegna hafa norrænu ríkin ákveðið að halda áfram árangursríku samstarfi um aðgerðir til að stöðva skattaundanskot. Þeir samningar sem undirritaðir hafa verið sýna að Norðurlönd taka virkan þátt í slíku starfi á alþjóðavettvangi og axla ábyrgð."

Fjallað er um málið á vefsíðunni norden.org. Þar segir að samningurinn er sá sjötti í röðinni við yfirvöld í svokölluðum skattaparadísum. Áður hafa norrænir ráðherrar undirritað sambærilega samninga við stjórnvöld á eyjunum Mön, Jersey, Guernsey, Cayman eyjar og Bermúda. Þá eru samningaviðræður langt komnar við Arúba og Antillaeyjarnar








Fleiri fréttir

Sjá meira


×