Viðskipti erlent

Debenhams kaupir Magasin du Nord á 2,5 milljarða

Breska verslunarkeðjan Debenhams hefur fest kaup á dönsku stórversluninni Magasin du Nord. Kaupverðið er 12,3 milljónir punda eða um 2,5 milljarðar kr.

RetailWeek greinir frá þessu í morgun. Þar er haft eftir Rob Templeman forstjóra Debenhams að mikil nálgun sé milli beggja fyrirtækja og að kaupin muni verða „mjög aðlaðandi" fyrir hluthafana.

„Magasin er eitt best þekkta vörumerki Danmerkur með dyggan hóp viðskiptavina og frábærar vörur," segir Templeman.

Magasin du Nord komst í eigu Straums við gjaldþrot Baugs. Í ágúst s.l. keypti pakistanski fjárfestirinn Alshair Fiyaz hlut í Magasin og Illum og í frétt hér á síðunni þá sagði að Fiyaz kæmi með nýtt hlutafé til að tryggja framtíð verslananna.

Í fréttinni segir: „Verslanirnar verða seldar inn í nýtt rekstarfélag sem heitir Solstra Holding A/S sem verður í helmingseigu Straums og í helmingseigu Fiyaz. Fiyaz hefur verið áberandi í viðskiptum í Evrópu, Bretlandi og Bandaríkjunum á síðustu þremur árum."

Baugur átti áður 13% hlut í Debenhams. Sá hlutur komst í eigu HSBC bankans s.l. vetur eftir gjaldþrot Baugs og seldi bankinn hlutinn með miklu tapi í apríl s.l.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.