Innlent

Pósthússtræti lokað til 10. ágúst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ákveðið var í dag að loka Pósthússtræti alla daga vikunnar fram til 10. ágúst til að veita gangandi vegfarendum betra rými í miðborginni. Pósthússtræti hefur verið lokað vegna blíðviðris í 23 daga í sumar en nýbreytnin felst í því að loka götunni óháð veðri.

Markmiðið er að skapa betri bæjarmenningu fyrir gangandi vegfarendur. „Við vonum að með því að helga gangandi ákveðin svæði í miðborginni muni það laða enn fleiri í bæinn," segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður umhverfis- og samgönguráðs, í tilkynningu sem send var fjölmiðlum. Pósthússtræti verður opið bifreiðum sérhvern morgun virka daga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×