ESB sektaði Intel um 180 milljarða króna 13. maí 2009 12:17 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska örgjörvaframleiðandann Intel um jafnvirði ríflega 180 milljarða íslenskra króna, fyrir að hamla samkeppni og brjóta gegn samkeppnislögum. Sektin er sú hæsta sem sambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki Evrópusambandið hóf að rannsaka viðskiptahætti Intel árið 2001 þegar helsti keppinautur þeirra AMD kvartaði til framkvæmdastjórnarinnar og sagði Intel beita óheiðarlegum aðferðum til að halda þeim niðri. Í fyrra var Intel með áttatíu prósent af heimsmarkaðnum þegar kemur að örgjörvum en AMD með tólf prósent. Fulltrúar hjá samkeppniseftirlit Evrópusambandsins segja að Intel hafi borgað tölvuframleiðendum fyrir að fresta eða hætta við framleiðslu á vörum sem noti örgjörva frá keppinautnum AMD. Einnig hafi Intel borgað framleiðendum fyrir að nota einvörðungu Intel vörur og smásölum fyrir að birgja sig aðeins upp á tölvum með Intel örgjörvum. Sektin sem nú er lögð á Intel er sú hæsta sem Evrópusambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki fyrir samkeppnislagabrot. Hún hljóðar upp á rúman milljarð evra eða ríflega 180 milljarða króna. Það er 4,15% af veltu Intel í fyrra. Næst hæsta einstaka sekt sambandsins var upp á 896 milljónir evra sem lögð var á glerframleiðandann Saint-Gobain í fyrra fyrir verðsamráð. Sektin sem lögð er á Intel er ríflega helmingi hærri en sú sem lögð var á bandaríska tölvurisann Microsoft 2004 fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu. Hún var upp á tæpan hálfan milljarð evra. Neelie Kroes, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandins, segir að Intel hafi skaðað hagsmuni milljóna neytenda í Evrópu með því að halda keppinautum út af örgörvamarkaðnum í mörg ár. Stjórnendur Intel ætla að áfrýja úrskurði framkvæmdastjórnarinnar. Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska örgjörvaframleiðandann Intel um jafnvirði ríflega 180 milljarða íslenskra króna, fyrir að hamla samkeppni og brjóta gegn samkeppnislögum. Sektin er sú hæsta sem sambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki Evrópusambandið hóf að rannsaka viðskiptahætti Intel árið 2001 þegar helsti keppinautur þeirra AMD kvartaði til framkvæmdastjórnarinnar og sagði Intel beita óheiðarlegum aðferðum til að halda þeim niðri. Í fyrra var Intel með áttatíu prósent af heimsmarkaðnum þegar kemur að örgjörvum en AMD með tólf prósent. Fulltrúar hjá samkeppniseftirlit Evrópusambandsins segja að Intel hafi borgað tölvuframleiðendum fyrir að fresta eða hætta við framleiðslu á vörum sem noti örgjörva frá keppinautnum AMD. Einnig hafi Intel borgað framleiðendum fyrir að nota einvörðungu Intel vörur og smásölum fyrir að birgja sig aðeins upp á tölvum með Intel örgjörvum. Sektin sem nú er lögð á Intel er sú hæsta sem Evrópusambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki fyrir samkeppnislagabrot. Hún hljóðar upp á rúman milljarð evra eða ríflega 180 milljarða króna. Það er 4,15% af veltu Intel í fyrra. Næst hæsta einstaka sekt sambandsins var upp á 896 milljónir evra sem lögð var á glerframleiðandann Saint-Gobain í fyrra fyrir verðsamráð. Sektin sem lögð er á Intel er ríflega helmingi hærri en sú sem lögð var á bandaríska tölvurisann Microsoft 2004 fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu. Hún var upp á tæpan hálfan milljarð evra. Neelie Kroes, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandins, segir að Intel hafi skaðað hagsmuni milljóna neytenda í Evrópu með því að halda keppinautum út af örgörvamarkaðnum í mörg ár. Stjórnendur Intel ætla að áfrýja úrskurði framkvæmdastjórnarinnar.
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira