Viðskipti innlent

Launavísitala hækkar - kaupmáttur lækkar

Launavísitala í júní 2009 er 356,7 stig og hækkaði um 0,2prósent frá fyrri mánuði, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 3,0 prósent.

Kaupmáttur launa dróst hinsvegar saman um 1,2 prósent frá fyrri mánuði.

Vísitala kaupmáttar launa í júní 2009 er 106,2 stig og lækkaði um 1,2 prósent frá fyrri mánuði en síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 8,2 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagfræðistofunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×