Viðskipti innlent

Þáttur vogunarsjóða skoðaður

Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson
Ný bók um fall íslenska bankakerfisins verður gefin út í Bandaríkjunum í lok júlí. Bókin ber titilinn Why Iceland, eða Hvers vegna Ísland, og er eftir dr. Ásgeir Jónsson, yfirhagfræðing Kaupþings.

Í bókinni er uppbygging og vöxtur íslensku bankanna settur í alþjóðlegt samhengi, og fjallað um hrun þeirra síðastliðið haust. Meðal þess sem fjallað er um er þáttur erlendra vogunarsjóða og seðlabanka í fallinu.

Bókin verður fyrst um sinn gefin út á ensku, en ýtarlegri íslensk útgáfa er væntanleg í haust, segir í tilkynningu. Útgefandi er McGraw Hill. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×