Viðskipti innlent

Nordic Partner losar sig við Kong Frederik

Hotel Kong Frederik.
Hotel Kong Frederik.

Hótelkeðjan First Hotel tekur yfir rekstur Hotel Kong Frederik í Danmörku en það var í eigu Nordic partners. Nordic Partners er í eigu Íslendinga. Stjórnarformaður þess er Jón Þór Hjaltason.

Í tilkynningu sem Vísi barst frá First Hotel og Nordic Partner kemur fram að Nordic Partner muni eiga fasteignina áfram en hún er á besta stað í Danmörku, við Strikið. Aftur á móti mun First Hotel taka rekstur hótelsins yfir.

Í mars síðstliðinum sagði Vísir frá því að fjármálakreppan hefði gert það að verkum að aðhaldsaðgerðir og niðurskurður væru í gangi hjá Nordic Partners. Félagið á hótelin D´Angleterre og Front ásamt veitingahúsinu Copenhagen Corner í Danmörku.

Nordic Partners er skráð á Íslandi þrátt fyrir að umsvif þeirra sé að mestu leiti í Danmörku og Svíþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×