Innlent

Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar flugi til Winnipeg

Iceland Express.
Iceland Express.

Þjóðræknisfélagið lýsir yfir ánægju með að Iceland Express hefur ákveðið að hefja flug til Winnipeg frá og með júní 2010 í tilkynningu sem þeir sendu fjölmiðlum.

Beint flug til Winnipeg hefur lengi verið mikið áhugamál félagsins enda er borgin oft nefnd höfuðborg íslenskra landnema í Vesturheimi. Með þessu opnast ný tækifæri í til að stórauka samskipti Íslands við afkomendur íslenskra landnema í Vesturheimi.


Tengdar fréttir

Iceland Express til Winnipeg

Iceland Express ætlar að hefja áætlunarflug til Winnipeg í Kanda næsta sumar. Í tilkynningu frá félaginu segir að flogið verði einu sinni til tvisvar í viku, á miðvikudögum og laugardögum, frá og með júníbyrjun. Þar með fjölgar áfangastöðum félagsins í 27 og hafa þeir aldrei verið fleiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×