Lánið er það síðasta undir sólinni sem ætti að afskrifa 9. júlí 2009 06:00 Steingrímur J. vill ekki tjá sig um niðurfellingu láns Björgólfsfeðga sem ráðherra. Sem „borgari þessa lands" fordæmir hann ósk feðganna. Viðskiptaráðherra svelgdist á þegar hann las fréttina um málið. „Ég þekki ekkert til þessa máls og hef engin afskipti af því haft. Ég er í viðkvæmri stöðu til að tjá mig um málið; farandi með eignarhald bankans, en sem hver annar borgari þessa lands get ég sagt eftirfarandi: Mér finnst þetta um það bil vera síðasta lánið undir sólinni sem ætti að afskrifa fyrr en fullreynt er með innheimtur á því," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra spurður um hugsanlega niðurfellingu láns Björgólfsfeðga hjá Nýja Kaupþingi. „Ég tek það fram að ég er að tjá mig um þetta eins og hver annar landsmaður, en ekki sem fjármálaráðherra sem hefur ekki átt neina aðild að málinu og á ekki að hafa", ítrekar Steingrímur. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að það megi vel vera að það sé réttlætanlegt að fella niður hluta skulda í einhverjum tilvikum. „En mér svelgdist á þegar ég sá að þarna var verið að ræða um niðurfellingu á skuldum Björgólfsfeðga vegna kaupa á Landsbankanum," segir Gylfi. „Þetta lán hefur nú talsverða sérstöðu í Íslandssögunni. Ég ætti, eins og eflaust landsmenn flestir, mjög erfitt með að kyngja því ef það gengi eftir." Gylfi hefur ekki upplýsingar um óskir annarra stórra skuldunauta bankanna um stórfellda niðurfellingu lána. Eins og Fréttablaðið greindi frá á þriðjudag hafa Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson gert Nýja Kaupþingi tilboð um að greiða fjörutíu til fimmtíu prósent af tæplega sex milljarða skuld þeirra feðga við bankann. Skuldin er upphaflega tilkomin vegna kaupa á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum. Krafa Kaupþings á hendur Samson er 4,9 milljarðar króna án dráttarvaxta en kröfulýsingin í þrotabú Samsonar er um 5,9 milljarðar með dráttarvöxtum og öðrum áföllnum kostnaði, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Feðgarnir eru í persónulegum ábyrgðum vegna skuldarinnar og standi annar þeirra ekki undir ábyrgð fellur hún á hinn. Kaupverð á hlut Samsonar í hlut ríkisins í Landsbankanum var 11,2 milljarðar króna á sínum tíma. Kaupþing sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hnykkt var á því að engar ákvarðanir hafi verið teknar um niðurfellingu lána. Hótanir gegn starfsfólki bankans, þar á meðal Finni Sveinbjörnssyni bankastjóra, var ástæða þess að tilkynningin var send fjölmiðlum. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Steingrímur J. vill ekki tjá sig um niðurfellingu láns Björgólfsfeðga sem ráðherra. Sem „borgari þessa lands" fordæmir hann ósk feðganna. Viðskiptaráðherra svelgdist á þegar hann las fréttina um málið. „Ég þekki ekkert til þessa máls og hef engin afskipti af því haft. Ég er í viðkvæmri stöðu til að tjá mig um málið; farandi með eignarhald bankans, en sem hver annar borgari þessa lands get ég sagt eftirfarandi: Mér finnst þetta um það bil vera síðasta lánið undir sólinni sem ætti að afskrifa fyrr en fullreynt er með innheimtur á því," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra spurður um hugsanlega niðurfellingu láns Björgólfsfeðga hjá Nýja Kaupþingi. „Ég tek það fram að ég er að tjá mig um þetta eins og hver annar landsmaður, en ekki sem fjármálaráðherra sem hefur ekki átt neina aðild að málinu og á ekki að hafa", ítrekar Steingrímur. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að það megi vel vera að það sé réttlætanlegt að fella niður hluta skulda í einhverjum tilvikum. „En mér svelgdist á þegar ég sá að þarna var verið að ræða um niðurfellingu á skuldum Björgólfsfeðga vegna kaupa á Landsbankanum," segir Gylfi. „Þetta lán hefur nú talsverða sérstöðu í Íslandssögunni. Ég ætti, eins og eflaust landsmenn flestir, mjög erfitt með að kyngja því ef það gengi eftir." Gylfi hefur ekki upplýsingar um óskir annarra stórra skuldunauta bankanna um stórfellda niðurfellingu lána. Eins og Fréttablaðið greindi frá á þriðjudag hafa Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson gert Nýja Kaupþingi tilboð um að greiða fjörutíu til fimmtíu prósent af tæplega sex milljarða skuld þeirra feðga við bankann. Skuldin er upphaflega tilkomin vegna kaupa á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum. Krafa Kaupþings á hendur Samson er 4,9 milljarðar króna án dráttarvaxta en kröfulýsingin í þrotabú Samsonar er um 5,9 milljarðar með dráttarvöxtum og öðrum áföllnum kostnaði, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Feðgarnir eru í persónulegum ábyrgðum vegna skuldarinnar og standi annar þeirra ekki undir ábyrgð fellur hún á hinn. Kaupverð á hlut Samsonar í hlut ríkisins í Landsbankanum var 11,2 milljarðar króna á sínum tíma. Kaupþing sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hnykkt var á því að engar ákvarðanir hafi verið teknar um niðurfellingu lána. Hótanir gegn starfsfólki bankans, þar á meðal Finni Sveinbjörnssyni bankastjóra, var ástæða þess að tilkynningin var send fjölmiðlum.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira