Innlent

Björguðu ferðamanni úr sjálfheldu

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Björgunarsveitarmenn frá Ísafirði og Hnífsdal unnu björgunarafrek þegar þeir björguðu erlendum fjallgöngumanni úr sjálfheldu í hamrabelti í Þverfjalli við Skutulsfjörð í gærkvöldi. Hann lenti í sjálfheldu um klukkkan fjögur í gær og hringdi um farsíma eftir hjálp. Svo vel vildi til að hann var með göngukort frá upplýsingamiðstöð ferðamanna og gat sagt nákvæmlega til um hvar hann var en hann var dökkklæddur og hefði því verið erfitt að finna hann.

Ekki var hægt að komast að honum neðan frá, þannig að björgunarmenn þurftu að klifra með búnað sinn upp fyrir hann og síga 20 metra niður að honum. Hann var þá orðinn kaldur og stirður eftir að hafa staðið kyrr í margar klukkustundir en vel gekk að hífa hann upp. Björgunarmenn komu svo með ferðamanninn heilan á húfi til byggða klukkan hálfþrjú í nótt, eftir erfiða ferð niður fjallið, og var hann björgunarmönnum mjög þakklátur, að sögn lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×