Erlent

Heppnasta þorp Danmerkur

Svo virðist sem óvenju margt heppið fólk búi í þorpinu Græsted í Danmörku. Græsted hefur verið útnefnd heppnasta þorp í landinu.

Það búa um 3300 manns í þorpinu Græsted sem er á norður Sjálandi. Og þetta er heppið fólk. Á undanförnum sex árum hafa orðið þar til sjö lottómilljónamæringar.

Vinningarnir hafa verið á bilinu frá 100 milljónir íslenskra króna og upp í 400 milljónir. Enginn kann skýringu á þessari einstöku heppni þorparanna í Græsted. Ágiskarnir eru uppi um allt frá því að einhverjum þarna uppi þyki vænt um þá og til þess að það sé eitthvað í vatninu.

Góður slatti af þessum milljónum kom á miða sem keyptur var í Super-Brugsen Blistrup. Haft er fyrir satt að þangað streymi nú utanbæjarfólk til þess að kaupa sér lottómiða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×