GGE: Nýr forstjóri og eignir seldar 14. desember 2009 11:31 Stjórn Geysis Green Energy hefur, í samráði við viðskiptabanka félagsins, tekið ákvörðun um að vinna markvisst að lækkun skulda félagsins með sölu eigna þess á næstu misserum. Í tengslum við þá stefnumótun hefur Ásgeir Margeirsson ákveðið að hætta sem forstjóri félagsins. Alexander K. Guðmundsson, fjármálastjóri Geysis, hefur verið ráðinn í hans stað. Ásgeir segir að hann hafi tilkynnt það fyrir nokkru að kæmi sú staða upp að eignir yrðu seldar þá teldi hann sig ekki rétta aðilann í að leiða það ferli. „Ég hef unnið að vexti og uppgangi Geysis allt frá því félagið var stofnað og tel eðlilegt að aðrir beri ábyrgð á þeirri vinnu sem nú er framundan. Því varð að samkomulagi milli mín og stjórnar félagsins að ég léti af störfum. Ég óska nýjum forstjóra velfarnaðar í starfi og þakka stjórn og starfsmönnum Geysis ánægjulegt samstarf á liðnum árum," segir Ásgeir Margeirsson, fráfarandi forstjóri. „Það er ekkert leyndarmál að nokkrir af helstu eigendum félagsins urðu illa úti í bankahruninu og hafa því ekki getað stutt sem skyldi við bakið á félaginu. Þá gerir staðan á fjármálamörkuðum okkur erfitt um vik að fjármagna Geysi eins og við helst kysum. Þess vegna var ákveðið að lækka skuldir félagsins með sölu eigna Geysis og mun það verkefni verða unnið í fullu samráði við viðskiptabanka félagsins á næstu misserum," segir Alexander K. Guðmundsson, nýr forstjóri. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Stjórn Geysis Green Energy hefur, í samráði við viðskiptabanka félagsins, tekið ákvörðun um að vinna markvisst að lækkun skulda félagsins með sölu eigna þess á næstu misserum. Í tengslum við þá stefnumótun hefur Ásgeir Margeirsson ákveðið að hætta sem forstjóri félagsins. Alexander K. Guðmundsson, fjármálastjóri Geysis, hefur verið ráðinn í hans stað. Ásgeir segir að hann hafi tilkynnt það fyrir nokkru að kæmi sú staða upp að eignir yrðu seldar þá teldi hann sig ekki rétta aðilann í að leiða það ferli. „Ég hef unnið að vexti og uppgangi Geysis allt frá því félagið var stofnað og tel eðlilegt að aðrir beri ábyrgð á þeirri vinnu sem nú er framundan. Því varð að samkomulagi milli mín og stjórnar félagsins að ég léti af störfum. Ég óska nýjum forstjóra velfarnaðar í starfi og þakka stjórn og starfsmönnum Geysis ánægjulegt samstarf á liðnum árum," segir Ásgeir Margeirsson, fráfarandi forstjóri. „Það er ekkert leyndarmál að nokkrir af helstu eigendum félagsins urðu illa úti í bankahruninu og hafa því ekki getað stutt sem skyldi við bakið á félaginu. Þá gerir staðan á fjármálamörkuðum okkur erfitt um vik að fjármagna Geysi eins og við helst kysum. Þess vegna var ákveðið að lækka skuldir félagsins með sölu eigna Geysis og mun það verkefni verða unnið í fullu samráði við viðskiptabanka félagsins á næstu misserum," segir Alexander K. Guðmundsson, nýr forstjóri.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira