Heilbrigð samkeppni 29. ágúst 2009 06:00 Árið 2003 seldi ríkissjóður Sementsverksmiðjuna hæstbjóðanda fyrir 68 milljónir króna. Kaupendur voru þrír með jafnan hlut, BM Vallá, Björgun og hið norska Norcem sem er í eigu eins stærsta sementsframleiðanda heims, Heidelberg Cement. Áður en til kom að kaupverðið væri reitt af hendi keypti ríkið til baka lítinn hlut í verksmiðjunni fyrir ríflega 500 milljónir króna! Þetta var auðvitað afar sérkennilegur gjörningur. Nettó söluverð Sementsverkmiðjunnar var því vel innan við mínus – segi og skrifa – 450 milljónir króna. Ríkið sumsé greiddi tæplega hálfan milljarð með verksmiðjunni, auk þess að taka á sig ýmsar aðrar skuldbindingar, þar á meðal lífeyrisréttindi. Þetta var sú forgjöf sem hið nýstofnaða fyrirtæki, Íslenskt sement – Sementsverksmiðjan, fékk til að geta stundað samkeppni gagnvart hinu danska Aalborg Portland á Íslandi. Þá var gerður samningur um sérkjör á raforkukaupum, auk þess sem verksmiðjan þarf ekki að greiða umhverfisskatt vegna útblásturs á CO2, þrátt fyrir að sementsframleiðendur í flestum löndum Evrópu þurfi að gera slíkt. Hið nýja félag fékk sum sé ríflegt ríkisframlag til þess að leggja upp í samkeppni við Aalborg Portland á Íslandi. Íslenskt sement þurfti í upphafi ekki að kvarta, því rífandi þensla var á markaði vegna húsnæðisbólunnar og Kárahnjúkavirkjunar. Markaður fyrir sement var allt að 300.000 þúsund tonn árlega á tímabilinu 2004-2008, um það bil þrefalt magn venjulegs árferðis. Sementsverksmiðjan annaði ekki eftirspurn og þurfti að flytja inn gjall og sement. Þessi mikla þensla og gósentíð kom þó ekki í veg fyrir að verksmiðjan væri rekin með tapi á árunum 2004-2008 utan að eitt árið náði reksturinn að hanga í járnum. Verksmiðjan var rekin með tapi í mesta góðæri Íslandssögunnar – einstakri gósentíð á sementsmarkaði. Nú hefur byggingamarkaður hrunið, árleg sementsnotkun er um eitt hundrað þúsund tonn. Miðað við afleita afkomu í þenslunni er ekki skrítið að Sementsverksmiðjunni gangi illa nú um stundir og vilji hlaupa í faðm ríkisins. Nú er leitað að blóraböggli og auðvitað er hinu danska félagi kennt um afleita afkomu og væntanlega lokun verksmiðjunnar. Forsvarsmenn Íslensks sements, Verkslýðsfélags Akraness og Samtaka iðnaðarins vilja koma í veg fyrir samkeppni á markaði frá hinu danska Aalborg-Portland. Það er heimtað að fyrirtæki og stofnanir kaupi sement af Akranesi. Það stendur ekki til frekar en fyrri daginn að líta í eigin barm og kanna hvað í reynd valdi lélegri afkomu. Að sjálfsögðu er kannski rétt, áður en íslenska ríkið fer aftur að dæla ríkispeningum aftur inn í Sementsverksmiðjuna, að eftirfarandi spurningum verði svarað: 1. Af hverju var ekki hægt að reka Sementsverksmiðjuna með viðunandi afkomu á árunum 2004-2008 þegar sala var svo mikil að erfitt var að anna eftirspurn? 2. Af hverju þurfti Sementsverksmiðjan milljónir evra að láni í gósentíðinni, stuttu eftir að íslenska ríkið hafði lagt verksmiðjunni til hundruð milljóna króna þegar hún var seld. Í frægri lánabók Kaupþings kemur fram að Sementsverksmiðjan fékk hundruð milljónir að láni. Undirritaður hefur sem og margir aðrir forsvarsmenn fyrirtækja þurft að hagræða í kreppunni og því miður þurft að grípa til uppsagna og skerða starfshlutföll starfsmanna. Slíkt er alltaf erfitt og leiðigjarnt. Því miður þá hafa þúsundir góðra starfsmanna á Íslandi þurft að búa við slíkt. Þegar kemur að skertu starfshlutfalli starfsmanna Sementsverksmiðjunnar virðist sem allt önnur lögmál gildi en um tugþúsundir annarra Íslendinga. Af hverju ? Þess er krafist að ríkið beiti valdi og beini fyrirtækjum, sem fallið hafa í eigu ríkisins, og stofnunum í viðskipti við Sementsverkmiðjuna á Akranesi. Einkafyrirtæki, sem meðal annars er í eigu norskra aðila, krefst þess að íslenska ríkið kippi samkeppni á sementsmarkaði úr sambandi og ráðherra tekur undir þessa kröfu. Stendur til að hverfa aftur til ríkiseinokunar á sementsmarkaði? Stendur til að flæma úr landi fyrirtæki sem hefur fjárfest fyrir hundruð milljónir króna og komið á samkeppni á sementsmarkaði? Höfundur er framkvæmdastjóri Aalborg Portland Ísland ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2003 seldi ríkissjóður Sementsverksmiðjuna hæstbjóðanda fyrir 68 milljónir króna. Kaupendur voru þrír með jafnan hlut, BM Vallá, Björgun og hið norska Norcem sem er í eigu eins stærsta sementsframleiðanda heims, Heidelberg Cement. Áður en til kom að kaupverðið væri reitt af hendi keypti ríkið til baka lítinn hlut í verksmiðjunni fyrir ríflega 500 milljónir króna! Þetta var auðvitað afar sérkennilegur gjörningur. Nettó söluverð Sementsverkmiðjunnar var því vel innan við mínus – segi og skrifa – 450 milljónir króna. Ríkið sumsé greiddi tæplega hálfan milljarð með verksmiðjunni, auk þess að taka á sig ýmsar aðrar skuldbindingar, þar á meðal lífeyrisréttindi. Þetta var sú forgjöf sem hið nýstofnaða fyrirtæki, Íslenskt sement – Sementsverksmiðjan, fékk til að geta stundað samkeppni gagnvart hinu danska Aalborg Portland á Íslandi. Þá var gerður samningur um sérkjör á raforkukaupum, auk þess sem verksmiðjan þarf ekki að greiða umhverfisskatt vegna útblásturs á CO2, þrátt fyrir að sementsframleiðendur í flestum löndum Evrópu þurfi að gera slíkt. Hið nýja félag fékk sum sé ríflegt ríkisframlag til þess að leggja upp í samkeppni við Aalborg Portland á Íslandi. Íslenskt sement þurfti í upphafi ekki að kvarta, því rífandi þensla var á markaði vegna húsnæðisbólunnar og Kárahnjúkavirkjunar. Markaður fyrir sement var allt að 300.000 þúsund tonn árlega á tímabilinu 2004-2008, um það bil þrefalt magn venjulegs árferðis. Sementsverksmiðjan annaði ekki eftirspurn og þurfti að flytja inn gjall og sement. Þessi mikla þensla og gósentíð kom þó ekki í veg fyrir að verksmiðjan væri rekin með tapi á árunum 2004-2008 utan að eitt árið náði reksturinn að hanga í járnum. Verksmiðjan var rekin með tapi í mesta góðæri Íslandssögunnar – einstakri gósentíð á sementsmarkaði. Nú hefur byggingamarkaður hrunið, árleg sementsnotkun er um eitt hundrað þúsund tonn. Miðað við afleita afkomu í þenslunni er ekki skrítið að Sementsverksmiðjunni gangi illa nú um stundir og vilji hlaupa í faðm ríkisins. Nú er leitað að blóraböggli og auðvitað er hinu danska félagi kennt um afleita afkomu og væntanlega lokun verksmiðjunnar. Forsvarsmenn Íslensks sements, Verkslýðsfélags Akraness og Samtaka iðnaðarins vilja koma í veg fyrir samkeppni á markaði frá hinu danska Aalborg-Portland. Það er heimtað að fyrirtæki og stofnanir kaupi sement af Akranesi. Það stendur ekki til frekar en fyrri daginn að líta í eigin barm og kanna hvað í reynd valdi lélegri afkomu. Að sjálfsögðu er kannski rétt, áður en íslenska ríkið fer aftur að dæla ríkispeningum aftur inn í Sementsverksmiðjuna, að eftirfarandi spurningum verði svarað: 1. Af hverju var ekki hægt að reka Sementsverksmiðjuna með viðunandi afkomu á árunum 2004-2008 þegar sala var svo mikil að erfitt var að anna eftirspurn? 2. Af hverju þurfti Sementsverksmiðjan milljónir evra að láni í gósentíðinni, stuttu eftir að íslenska ríkið hafði lagt verksmiðjunni til hundruð milljóna króna þegar hún var seld. Í frægri lánabók Kaupþings kemur fram að Sementsverksmiðjan fékk hundruð milljónir að láni. Undirritaður hefur sem og margir aðrir forsvarsmenn fyrirtækja þurft að hagræða í kreppunni og því miður þurft að grípa til uppsagna og skerða starfshlutföll starfsmanna. Slíkt er alltaf erfitt og leiðigjarnt. Því miður þá hafa þúsundir góðra starfsmanna á Íslandi þurft að búa við slíkt. Þegar kemur að skertu starfshlutfalli starfsmanna Sementsverksmiðjunnar virðist sem allt önnur lögmál gildi en um tugþúsundir annarra Íslendinga. Af hverju ? Þess er krafist að ríkið beiti valdi og beini fyrirtækjum, sem fallið hafa í eigu ríkisins, og stofnunum í viðskipti við Sementsverkmiðjuna á Akranesi. Einkafyrirtæki, sem meðal annars er í eigu norskra aðila, krefst þess að íslenska ríkið kippi samkeppni á sementsmarkaði úr sambandi og ráðherra tekur undir þessa kröfu. Stendur til að hverfa aftur til ríkiseinokunar á sementsmarkaði? Stendur til að flæma úr landi fyrirtæki sem hefur fjárfest fyrir hundruð milljónir króna og komið á samkeppni á sementsmarkaði? Höfundur er framkvæmdastjóri Aalborg Portland Ísland ehf.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun