Heilbrigð samkeppni 29. ágúst 2009 06:00 Árið 2003 seldi ríkissjóður Sementsverksmiðjuna hæstbjóðanda fyrir 68 milljónir króna. Kaupendur voru þrír með jafnan hlut, BM Vallá, Björgun og hið norska Norcem sem er í eigu eins stærsta sementsframleiðanda heims, Heidelberg Cement. Áður en til kom að kaupverðið væri reitt af hendi keypti ríkið til baka lítinn hlut í verksmiðjunni fyrir ríflega 500 milljónir króna! Þetta var auðvitað afar sérkennilegur gjörningur. Nettó söluverð Sementsverkmiðjunnar var því vel innan við mínus – segi og skrifa – 450 milljónir króna. Ríkið sumsé greiddi tæplega hálfan milljarð með verksmiðjunni, auk þess að taka á sig ýmsar aðrar skuldbindingar, þar á meðal lífeyrisréttindi. Þetta var sú forgjöf sem hið nýstofnaða fyrirtæki, Íslenskt sement – Sementsverksmiðjan, fékk til að geta stundað samkeppni gagnvart hinu danska Aalborg Portland á Íslandi. Þá var gerður samningur um sérkjör á raforkukaupum, auk þess sem verksmiðjan þarf ekki að greiða umhverfisskatt vegna útblásturs á CO2, þrátt fyrir að sementsframleiðendur í flestum löndum Evrópu þurfi að gera slíkt. Hið nýja félag fékk sum sé ríflegt ríkisframlag til þess að leggja upp í samkeppni við Aalborg Portland á Íslandi. Íslenskt sement þurfti í upphafi ekki að kvarta, því rífandi þensla var á markaði vegna húsnæðisbólunnar og Kárahnjúkavirkjunar. Markaður fyrir sement var allt að 300.000 þúsund tonn árlega á tímabilinu 2004-2008, um það bil þrefalt magn venjulegs árferðis. Sementsverksmiðjan annaði ekki eftirspurn og þurfti að flytja inn gjall og sement. Þessi mikla þensla og gósentíð kom þó ekki í veg fyrir að verksmiðjan væri rekin með tapi á árunum 2004-2008 utan að eitt árið náði reksturinn að hanga í járnum. Verksmiðjan var rekin með tapi í mesta góðæri Íslandssögunnar – einstakri gósentíð á sementsmarkaði. Nú hefur byggingamarkaður hrunið, árleg sementsnotkun er um eitt hundrað þúsund tonn. Miðað við afleita afkomu í þenslunni er ekki skrítið að Sementsverksmiðjunni gangi illa nú um stundir og vilji hlaupa í faðm ríkisins. Nú er leitað að blóraböggli og auðvitað er hinu danska félagi kennt um afleita afkomu og væntanlega lokun verksmiðjunnar. Forsvarsmenn Íslensks sements, Verkslýðsfélags Akraness og Samtaka iðnaðarins vilja koma í veg fyrir samkeppni á markaði frá hinu danska Aalborg-Portland. Það er heimtað að fyrirtæki og stofnanir kaupi sement af Akranesi. Það stendur ekki til frekar en fyrri daginn að líta í eigin barm og kanna hvað í reynd valdi lélegri afkomu. Að sjálfsögðu er kannski rétt, áður en íslenska ríkið fer aftur að dæla ríkispeningum aftur inn í Sementsverksmiðjuna, að eftirfarandi spurningum verði svarað: 1. Af hverju var ekki hægt að reka Sementsverksmiðjuna með viðunandi afkomu á árunum 2004-2008 þegar sala var svo mikil að erfitt var að anna eftirspurn? 2. Af hverju þurfti Sementsverksmiðjan milljónir evra að láni í gósentíðinni, stuttu eftir að íslenska ríkið hafði lagt verksmiðjunni til hundruð milljóna króna þegar hún var seld. Í frægri lánabók Kaupþings kemur fram að Sementsverksmiðjan fékk hundruð milljónir að láni. Undirritaður hefur sem og margir aðrir forsvarsmenn fyrirtækja þurft að hagræða í kreppunni og því miður þurft að grípa til uppsagna og skerða starfshlutföll starfsmanna. Slíkt er alltaf erfitt og leiðigjarnt. Því miður þá hafa þúsundir góðra starfsmanna á Íslandi þurft að búa við slíkt. Þegar kemur að skertu starfshlutfalli starfsmanna Sementsverksmiðjunnar virðist sem allt önnur lögmál gildi en um tugþúsundir annarra Íslendinga. Af hverju ? Þess er krafist að ríkið beiti valdi og beini fyrirtækjum, sem fallið hafa í eigu ríkisins, og stofnunum í viðskipti við Sementsverkmiðjuna á Akranesi. Einkafyrirtæki, sem meðal annars er í eigu norskra aðila, krefst þess að íslenska ríkið kippi samkeppni á sementsmarkaði úr sambandi og ráðherra tekur undir þessa kröfu. Stendur til að hverfa aftur til ríkiseinokunar á sementsmarkaði? Stendur til að flæma úr landi fyrirtæki sem hefur fjárfest fyrir hundruð milljónir króna og komið á samkeppni á sementsmarkaði? Höfundur er framkvæmdastjóri Aalborg Portland Ísland ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Árið 2003 seldi ríkissjóður Sementsverksmiðjuna hæstbjóðanda fyrir 68 milljónir króna. Kaupendur voru þrír með jafnan hlut, BM Vallá, Björgun og hið norska Norcem sem er í eigu eins stærsta sementsframleiðanda heims, Heidelberg Cement. Áður en til kom að kaupverðið væri reitt af hendi keypti ríkið til baka lítinn hlut í verksmiðjunni fyrir ríflega 500 milljónir króna! Þetta var auðvitað afar sérkennilegur gjörningur. Nettó söluverð Sementsverkmiðjunnar var því vel innan við mínus – segi og skrifa – 450 milljónir króna. Ríkið sumsé greiddi tæplega hálfan milljarð með verksmiðjunni, auk þess að taka á sig ýmsar aðrar skuldbindingar, þar á meðal lífeyrisréttindi. Þetta var sú forgjöf sem hið nýstofnaða fyrirtæki, Íslenskt sement – Sementsverksmiðjan, fékk til að geta stundað samkeppni gagnvart hinu danska Aalborg Portland á Íslandi. Þá var gerður samningur um sérkjör á raforkukaupum, auk þess sem verksmiðjan þarf ekki að greiða umhverfisskatt vegna útblásturs á CO2, þrátt fyrir að sementsframleiðendur í flestum löndum Evrópu þurfi að gera slíkt. Hið nýja félag fékk sum sé ríflegt ríkisframlag til þess að leggja upp í samkeppni við Aalborg Portland á Íslandi. Íslenskt sement þurfti í upphafi ekki að kvarta, því rífandi þensla var á markaði vegna húsnæðisbólunnar og Kárahnjúkavirkjunar. Markaður fyrir sement var allt að 300.000 þúsund tonn árlega á tímabilinu 2004-2008, um það bil þrefalt magn venjulegs árferðis. Sementsverksmiðjan annaði ekki eftirspurn og þurfti að flytja inn gjall og sement. Þessi mikla þensla og gósentíð kom þó ekki í veg fyrir að verksmiðjan væri rekin með tapi á árunum 2004-2008 utan að eitt árið náði reksturinn að hanga í járnum. Verksmiðjan var rekin með tapi í mesta góðæri Íslandssögunnar – einstakri gósentíð á sementsmarkaði. Nú hefur byggingamarkaður hrunið, árleg sementsnotkun er um eitt hundrað þúsund tonn. Miðað við afleita afkomu í þenslunni er ekki skrítið að Sementsverksmiðjunni gangi illa nú um stundir og vilji hlaupa í faðm ríkisins. Nú er leitað að blóraböggli og auðvitað er hinu danska félagi kennt um afleita afkomu og væntanlega lokun verksmiðjunnar. Forsvarsmenn Íslensks sements, Verkslýðsfélags Akraness og Samtaka iðnaðarins vilja koma í veg fyrir samkeppni á markaði frá hinu danska Aalborg-Portland. Það er heimtað að fyrirtæki og stofnanir kaupi sement af Akranesi. Það stendur ekki til frekar en fyrri daginn að líta í eigin barm og kanna hvað í reynd valdi lélegri afkomu. Að sjálfsögðu er kannski rétt, áður en íslenska ríkið fer aftur að dæla ríkispeningum aftur inn í Sementsverksmiðjuna, að eftirfarandi spurningum verði svarað: 1. Af hverju var ekki hægt að reka Sementsverksmiðjuna með viðunandi afkomu á árunum 2004-2008 þegar sala var svo mikil að erfitt var að anna eftirspurn? 2. Af hverju þurfti Sementsverksmiðjan milljónir evra að láni í gósentíðinni, stuttu eftir að íslenska ríkið hafði lagt verksmiðjunni til hundruð milljóna króna þegar hún var seld. Í frægri lánabók Kaupþings kemur fram að Sementsverksmiðjan fékk hundruð milljónir að láni. Undirritaður hefur sem og margir aðrir forsvarsmenn fyrirtækja þurft að hagræða í kreppunni og því miður þurft að grípa til uppsagna og skerða starfshlutföll starfsmanna. Slíkt er alltaf erfitt og leiðigjarnt. Því miður þá hafa þúsundir góðra starfsmanna á Íslandi þurft að búa við slíkt. Þegar kemur að skertu starfshlutfalli starfsmanna Sementsverksmiðjunnar virðist sem allt önnur lögmál gildi en um tugþúsundir annarra Íslendinga. Af hverju ? Þess er krafist að ríkið beiti valdi og beini fyrirtækjum, sem fallið hafa í eigu ríkisins, og stofnunum í viðskipti við Sementsverkmiðjuna á Akranesi. Einkafyrirtæki, sem meðal annars er í eigu norskra aðila, krefst þess að íslenska ríkið kippi samkeppni á sementsmarkaði úr sambandi og ráðherra tekur undir þessa kröfu. Stendur til að hverfa aftur til ríkiseinokunar á sementsmarkaði? Stendur til að flæma úr landi fyrirtæki sem hefur fjárfest fyrir hundruð milljónir króna og komið á samkeppni á sementsmarkaði? Höfundur er framkvæmdastjóri Aalborg Portland Ísland ehf.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun