Viðskipti innlent

Krónueignir erlendra aðila minnka umtalsvert

Krónueignir erlendra aðila hafa lækkað umtalsvert frá ársbyrjun eða um 70 milljarða króna. Þess ber að geta að langtímaeignir hafa aukist lítillega en aðallega hafa skammtímaeignir þó minnkað, úr 330 milljörðum í 260 milljarða.

Það er því ljóst að verulega hefur dregið úr krónueignum erlendra aðila, þó svo að mikillar óvissu gæti í mati Seðlabankans. Það virðist þó fremur vera „óþolinmóða" fjármagnið sem hefur dregist saman, en ekki það „þolinmóða".

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×