Heildarskuldir þrotabús Samson um 80 milljarðar 22. júlí 2009 14:06 Helgi Birgisson skiptastjóri þrotabús Samson, eignarhaldsfélags þeirra Björgólfsfeðga, segir að líklega nema heildarskuldir þrotabúsins um 80 milljörðum króna. Hinsvegar sé að ganga frá uppgjörum þrotabúsins við skilanefnd Glitnis vegna gjaldeyrisskiptasamningum. Þetta kemur fram í frétt á RUV í hádeginu. Þar kom einnig fram að helstu kröfuhafar í búið eru Commerzbank og nokkrir aðrir bankar sem stóðu að sambankalánum sem Samson fékk árið 2005. Kröfur þeirra nema um 28 milljörðum kr. Þá var Standard bankinn í Lundúnum í miklum viðskiptum við félög tengd Björgólfsfeðgum. Og var með kröfur upp á 27 milljarða í þrotabú Samsonar. Þær lækkuðu hins vegar mikið vegna gjaldeyrisskiptasamnings sem Samson hafði gert við Standard. Bæði Morgunblaðið og DV fjalla ítarlega um málefni þeirra Björgólfsfeðga og Samson í dag. Þrotabú Samsonar hefur höfðað mál gegn ýmsum félögum tengdum þeim feðgum. Heildarskuldir þrotabúsins eru taldar nema um 80 milljörðum króna. Málin snúa að innheimtu skulda, riftun samninga og endurgreiðslum. Eitt málið er höfðað gegn félagi Björgólfsfeðga í Lúxemborg til að innheimta skuld þess við Samson. Skuldin nemur 19 milljörðum króna. Annað málið er gegn Straumi -Burðarás fjárfestingabanka, vegna þess að Samson hefði greitt upp skuld sína við bankann, og með því veitt honum forgang fram yfir aðra kröfuhafa. Krafist er endurgreiðslu á þremur og hálfum milljarði króna. Þá krefst þrotabú Samsonar þess að kaupum á hlut í Árvakri af félagi Björgólfsfeðga, verði rift. Hluturinn var keyptur á rúmar 800 milljónir króna en þrotabúið telur að hann hafi í raun verið einskis virði. Fjórða málið er höfðað gegn Björgólfi Guðmundssyni og þess krafist að hann endurgreiði 111 milljónir kr. auk dráttarvaxta vegna gjafar sem Straumur hafi í raun gefið honum með því að greiða fyrir hann eftirstöðvar skuldabréfs. Á RUV segir að athygli veki að málin sem þrotabúið höfðar, eru öll á hendur skyldum aðilum, félögum tengdum þeim feðgum. Og svo er eitt mál höfðað á hendur K.R.Sport hf. Þar er krafist endurgreiðslu á samtals 10,8 milljónum kr. sem Samson lánaði félaginu árið 2007. Skuldinni var svo breytt í styrk þann 4. október í fyrra, þremur dögum áður en Samson fór í greiðslustöðvun. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Helgi Birgisson skiptastjóri þrotabús Samson, eignarhaldsfélags þeirra Björgólfsfeðga, segir að líklega nema heildarskuldir þrotabúsins um 80 milljörðum króna. Hinsvegar sé að ganga frá uppgjörum þrotabúsins við skilanefnd Glitnis vegna gjaldeyrisskiptasamningum. Þetta kemur fram í frétt á RUV í hádeginu. Þar kom einnig fram að helstu kröfuhafar í búið eru Commerzbank og nokkrir aðrir bankar sem stóðu að sambankalánum sem Samson fékk árið 2005. Kröfur þeirra nema um 28 milljörðum kr. Þá var Standard bankinn í Lundúnum í miklum viðskiptum við félög tengd Björgólfsfeðgum. Og var með kröfur upp á 27 milljarða í þrotabú Samsonar. Þær lækkuðu hins vegar mikið vegna gjaldeyrisskiptasamnings sem Samson hafði gert við Standard. Bæði Morgunblaðið og DV fjalla ítarlega um málefni þeirra Björgólfsfeðga og Samson í dag. Þrotabú Samsonar hefur höfðað mál gegn ýmsum félögum tengdum þeim feðgum. Heildarskuldir þrotabúsins eru taldar nema um 80 milljörðum króna. Málin snúa að innheimtu skulda, riftun samninga og endurgreiðslum. Eitt málið er höfðað gegn félagi Björgólfsfeðga í Lúxemborg til að innheimta skuld þess við Samson. Skuldin nemur 19 milljörðum króna. Annað málið er gegn Straumi -Burðarás fjárfestingabanka, vegna þess að Samson hefði greitt upp skuld sína við bankann, og með því veitt honum forgang fram yfir aðra kröfuhafa. Krafist er endurgreiðslu á þremur og hálfum milljarði króna. Þá krefst þrotabú Samsonar þess að kaupum á hlut í Árvakri af félagi Björgólfsfeðga, verði rift. Hluturinn var keyptur á rúmar 800 milljónir króna en þrotabúið telur að hann hafi í raun verið einskis virði. Fjórða málið er höfðað gegn Björgólfi Guðmundssyni og þess krafist að hann endurgreiði 111 milljónir kr. auk dráttarvaxta vegna gjafar sem Straumur hafi í raun gefið honum með því að greiða fyrir hann eftirstöðvar skuldabréfs. Á RUV segir að athygli veki að málin sem þrotabúið höfðar, eru öll á hendur skyldum aðilum, félögum tengdum þeim feðgum. Og svo er eitt mál höfðað á hendur K.R.Sport hf. Þar er krafist endurgreiðslu á samtals 10,8 milljónum kr. sem Samson lánaði félaginu árið 2007. Skuldinni var svo breytt í styrk þann 4. október í fyrra, þremur dögum áður en Samson fór í greiðslustöðvun.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira