Sjælsö Gruppen með góða sölu í Noregi upp á 3,5 milljarða 29. júní 2009 08:03 Danska fasteignafélagið Sjæsö Gruppen hefur selt þrjá verslunarkjarna í Noregi í gegnum dótturfélag sitt þar. Alls fengust 175 milljónir norskra kr. fyrir eignirnar eða rétt tæpir 3,5 milljarðar kr., og kalla danskir fjölmiðlar þetta góða sölu hjá Sjælsö. Björgólfur Thor Björgólfson á 30% í Sjælsö Gruppen ásamt bræðrunum Torben og Ib Rönje í gegnum félagið SG Nord Holding. Flemming Joseph Jensen forstjóri Sjælsö Gruppen er ánægður með viðskiptin. Hann segir í samtali við RB-Börsen að það séu jákvæð teikn þegar fjársterkir fjárfestar komi fram á heimamarkaði sínum í þeim löndum sem Sjælsö starfar í. „Við lítum svo á að þeirri leiðréttingu sem við höfum séð á fasteignamarkaðinum sé lokið," segir Jensen Jensen bendir á að þótt verðin sem fengust fyrir þessar fasteignir Sjælsö nú séu mun lægri en fengist hefðu fyrir 1-2 árum síðan hefur byggingarkostnaður lækkað á móti. Hinsvegar sé mismunurinn mun minni en í gósentíðinni fyrir tveimur árum. Samkvæmt tilkynningu frá Sjælsö til kauphallarinnar um þessa sölu eru verslunarkjarnarnir staðsettir í Gjövik, Porsgrunn og Moss. Tveir þeirra eru enn í byggingu og verða borgaðir eftir því sem verkinu miðaðar. Sá þriðji var þegar í notkun og því borgaður strax. Stærð þessara fasteigna er samtals 13.500 fm. Í tilkynningunni segir að Sjælsö standi við fyrri væntingar um hagnað af rekstrinum á þessu ári, þ.e. fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir. Sjælsö Gruppen skilaði 205 milljónum danskra kr. hagnaði fyrir skatt á síðasta ári eða um 4,8 milljörðum kr. Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danska fasteignafélagið Sjæsö Gruppen hefur selt þrjá verslunarkjarna í Noregi í gegnum dótturfélag sitt þar. Alls fengust 175 milljónir norskra kr. fyrir eignirnar eða rétt tæpir 3,5 milljarðar kr., og kalla danskir fjölmiðlar þetta góða sölu hjá Sjælsö. Björgólfur Thor Björgólfson á 30% í Sjælsö Gruppen ásamt bræðrunum Torben og Ib Rönje í gegnum félagið SG Nord Holding. Flemming Joseph Jensen forstjóri Sjælsö Gruppen er ánægður með viðskiptin. Hann segir í samtali við RB-Börsen að það séu jákvæð teikn þegar fjársterkir fjárfestar komi fram á heimamarkaði sínum í þeim löndum sem Sjælsö starfar í. „Við lítum svo á að þeirri leiðréttingu sem við höfum séð á fasteignamarkaðinum sé lokið," segir Jensen Jensen bendir á að þótt verðin sem fengust fyrir þessar fasteignir Sjælsö nú séu mun lægri en fengist hefðu fyrir 1-2 árum síðan hefur byggingarkostnaður lækkað á móti. Hinsvegar sé mismunurinn mun minni en í gósentíðinni fyrir tveimur árum. Samkvæmt tilkynningu frá Sjælsö til kauphallarinnar um þessa sölu eru verslunarkjarnarnir staðsettir í Gjövik, Porsgrunn og Moss. Tveir þeirra eru enn í byggingu og verða borgaðir eftir því sem verkinu miðaðar. Sá þriðji var þegar í notkun og því borgaður strax. Stærð þessara fasteigna er samtals 13.500 fm. Í tilkynningunni segir að Sjælsö standi við fyrri væntingar um hagnað af rekstrinum á þessu ári, þ.e. fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir. Sjælsö Gruppen skilaði 205 milljónum danskra kr. hagnaði fyrir skatt á síðasta ári eða um 4,8 milljörðum kr.
Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent